Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2018 | 20:00

PGA: 9 kylfingar sem þarfnast sárlega sigurs á PGA Tour 2018 (1/3)

Á undanförnum árum höfum við séð leikmenn á PGA Tour sem hafa risið hratt upp á stjörnuhiminn með sigri og síðan hefir ekkert spurst til þeirra. Eða þeir hafa stöðugt verið nálægt því að sigra en aldrei almennilega tekist að næla í sigurinn.   Það sem sagt er um þá er að þeir þarfnist sigurs sárlega eða „að tími væri kominn á sigur þeirra.“

Kylfingar eins og Kevin Chappell, Pat Perez, Kyle Stanley og Kevin Kisner koma upp í hugann. Þeir eiga það sameiginlegt að sagt var um þá að tími væri kominn á þá (að sigra).

Hér á eftir verður getið fyrstu 3 kylfinga af 9 sem tími er kominn á (umfjöllun um hina 6 birtist í 2 öðrum greinum hér að Golf 1).

Taka verður þó fram um lista þessara 9 kylfinga:

*Enginn sem hefir unnið utan Bandaríkjanna er á listanum. Þó Tommy Fleetwood, Alex Noren, og Tyrell Hatton vanti sárlega sigur á PGA Tour þá sigruðu þeir utan Bandaríkjanna 2016-’17.
• Sigurvegarar 10 eða fleiri móta á PGA Tour geta varla talist sárlega vanta það að sigra. Þannig að þó Jason Day og  Rory McIlroy hafi gengið eyðimerkurgöngu sigurlega séð þá eru góðar líkur á að þeir jafni sig og snúi aftur á sigurpall fyrr eða síðar.
• Engir nýliðar eru í upptalningu þessara 9. Það er aðeins tímaspursmál hvenær „nýju strákarnir á PGA“ slá í gegn; menn eins og t.d. Keith Mitchell eða Peter Uihlein. Titleist erfinginn Uihlein sigraði líka á Web.com Tour í september sl.

En hér verður fjallað um fyrstu 3 af 9 sem telja verður að tími sé kominn á að sigri á PGA Tour – vonandi verður breyting á 2018:
1 Paul Casey

Það er næstum því ótrúlegt að Casey hafi aðeins 1 sinni unnið á PGA Tour á ferli sínum og sá sigur kom 2009 á Shell Houston Open. Það er því kominn tími á Casey. Paul Casey hefir sigrað 13 sinnum á Evróputúrnum en eitthvað hefir staðið á sigrunum á PGA Tour. Frá því Casey ákvað að snúa fókus sínum á PGA Tour 2015 hefir hann verið í 7. sæti eða gert betur 19 sinnum í 73 mótum þ.á.m. tvívegis verið í bráðabana um sigursæti þ.e. á Genesis Open og the Travelers Championship. Ef hann heldur þessu áfram hlýtur að koma að sigri – jafnvel sigri í risamóti, en honum hefir aldrei tekist að sigra í einu slíku.

2 Bubba Watson

Fyrsta hugsunin hér er eflaust er Bubba ekki löngu kominn með 10 sigra á PGA Tour? Nei það er hann ekki og er sigurlaus 2017 sem margir skrifa á skrítinn samning hans að spila með Volvik boltum.  Nú er sá samningur liðinn undir lok og kannski Bubba sigri sinn 10. sigur á PGA Tour 2018?

3 Matt Kuchar

Sá þriðji sem nefndur er til sögunnar er Matt Kuchar en hann hefir ekki unnið í móti fra því á á RBC Heritage 2014. Kannski hans tími sé kominn?