Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Ben Evans (7/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari.

Í dag verður Ben Evans frá Englandi kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Christiaan Bezuidenhout, Felipe Aguilar, Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir.

Ben Evans fæddist í Maidstone Englandi 13. desember 1986 og er því nýorðinn 31 árs.

Hann er 1,88 m á hæð.

Evans býr í East Sussex, Englandi.

Evans var í Claremont Preparatory School, St Leonards-on-Sea og síðan Millfield School, Somerset (2000–04).

Helstu sigrar hans sem áhugamanns í golfinu eru eftirfarandi:

2005 Faldo Series International Trophy
2006 Sunningdale Foursomes (with Danielle Masters), Faldo Series
2007 Faldo Series

Evans gerðist atvinnumaður í golfi 2008.

Árið 2014 varð Evans í 2. sæti a´The Foshan Open. Þessi góði árangur varð til þess að hann varð í 17. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og gaf honum takmarkaðan spilarétt á Evróputúrnum.

Árið 2015 var Evans í 110. sæti á stigalista Evróputúrsins og hlaut því fullan spilarétt 2016. Hann var upphaflega sagður vera í 111. sæti og þá hefði hann misst full keppnisréttindi en hlaut síðan fullan spilarétt eftir að Brooks Koepka ákvað að snúa sér að fullu og öllu leyti að PGA í Bandaríkjunum.