Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Ross McGowan (17/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir. Í dag verður byrjað að kynna þá 3 sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi;   Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi. Byrjað verður á því að kynna Ross McGowan. Ross McGowan fæddist í Basildon á Englandi, 23. apríl Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ingunn Einarsdóttir. Hún fæddist 24. janúar 1983 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Ingunn var einn af afrekskylfingum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hún er menntaður viðskiptafræðingur og spilaði til margra ára fótbolta með Val. Ingunn hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni og eins á mörgum opnum golfmótum. Ingunn er í sambúð með Sigurði Má Davíðssyni og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ingunni til hamingju með afmælið hér að neðan Ingunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 35 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón H Karlsson, 24. janúar 1949 (69 ára); Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 14:00

Golfútbúnaður: Els gerir samning við Srixon-Cleveland um að nota XXIO kylfur

Nr. 587 á heimslistanum, Ernie Els hefir samið við Srixon-Cleveland um að hann muni nota XXIO kylfur þeirra og að kylfusveinn hans beri poka, sem merktur verður XXIO. Ekki fylgir sögunni hversu háa fjárhæð samið var um. John Barba, golfpenni mygolfspy.com furðar sig á því og veltir fyrir sér af hverju golfvöruframleiðendur semji við menn eins og Els, sem er 48 ára, hefir ekki unnið stórmót frá árinu 2012 og nýja kynslóðin man ekkert eftir o.s.frv. Barba telur að kylfingar muni ekki hópast í verslanir og kaupa XXIO, bara af því að Els notar kylfur þeirra. Golf 1 er annarar skoðunar – Sveifla Els er tímalaus og sú mýkt sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Celine Herbin (32/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 08:00

Rory lofar Rayhan Thomas í hástert

Rory McIlroy átti ekki til næg orði til að lýsa hrifingu sinni á 18 ára gömlum indverskum golfsnillingi sem býr í Dubaí, Rayhan Thomas,  eftir að þeir tveir spiluðu æfingahring fyrir Omega Dubai Desert Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Thomas, sem nýlega varð 18 ára, hefir verið veitt boð styrktaraðila til þess að taka þátt í mótinu, sem fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Thomas er reyndar 35 árum yngri en aðrir sem boðið var að taka þátt í mótinu þ.e. Miguel Angel Jimenez og Colin Montgomerie, sem báðir hafa sigrað í mótinu hér áður fyrr. Nr. 20 á heimslista áhugamanna og nr. 1 áhugamaður í Sameinuðu arabísku furstadæunum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 03:30

Ólafía Þórunn fer út kl. 12:21 á morgun á Bahamas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni á 2. keppnistímabili sínu á Pure Silk Bahamas LPGA mótinu á morgun kl. 12:21 að íslenskum tíma (7:21 að tíma á Bahamas). Pure Silk mótið var fyrsta LPGA mót Ólafíu Þórunn og hún komst í gegnum niðurskurð á því í fyrra. Á morgun fer hún út af 1. teig. Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru Amelia Lewis og Maude-Aimee Leblanc. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ameliu Lewis með því að SMELLA HÉR:  og nýja kynningu á Maude-Aimee með því að SMELLA HÉR:  Sjá má aðra ráshópa í Pure Silk mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2018 | 22:00

LPGA: Ólafía mætir á Bahamas með nýjan kylfusvein

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á fyrsta móti ársins á LPGA mótaröðinni í þessari viku. Íþróttamaður ársins 2017 keppir á Pure Silk mótinu á Bahamas. Ólafía Þórunn lék á þessu móti í fyrra en það var jafnframt fyrsta mót hennar á sterkustu mótaröð heims. Mótið hefst á fimmtudaginn, 25. janúar, og verða leiknar 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Í fyrra komst Ólafía Þórunn í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti og endaði hún í 69. sæti á -5 samtals þar sem hún lék á 287 höggum (71-68-77-71) en par Ocean vallarins á Paradise Island er 73 högg. Ólafía Þórunn mætir til leiks með nýjan aðstoðarmann eða kylfubera. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2018 | 20:00

6 íslenskir kylfingar keppa á Costa Ballena

Sex íslenskir kylfingar á aldrinum 17-23 ára hófu keppni þriðjudaginn 23. janúar á 1st Octagonal Match mótinu sem fram fer á Costa Ballena á Spáni. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Spáni og Englandi í riðli. Í hinum riðlinum eru Ítalía, Finnland og Tékkland en þjálfari Tékka er Staffan Johansson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ er með kylfingunum á Costa Ballena. Fyrri viðureign dagsins gegn Þýskalandi er fjórmenningur (foursome) en síðari leikurinn er tvímenningur. Fjór­menn­ing­ur er leik­inn þannig að tveir kepp­end­ur eru sam­an í liði og slá þeir einn bolta til skipt­is. Kepp­end­ur slá upp­hafs­högg­in til skipt­is, óháð því hvaða kylf­ing­ur púttaði síðast á flöt. Betra skor hvers Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Lorenzo Gagli (16/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn. Nú hafa Jonathan „Jigger“ Thomson, James Heath og Matthew Baldwin frá Englandi, Matthias Schwab frá Austurríki, Sebastian Heisele frá Þýskalandi og Henric Sturehed frá Svíþjóð, en þeir eru 6 af 7 sem deildu 18. sætinu. Þessir 7 spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Nú á bara eftir að kynna þann síðasta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 29 ára í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en er í dag í 112. sæti heimslistans og ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (66 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (46 ára); Golf 1 óskar afmæliskylfingum Lesa meira