Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 03:30

Ólafía Þórunn fer út kl. 12:21 á morgun á Bahamas

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni á 2. keppnistímabili sínu á Pure Silk Bahamas LPGA mótinu á morgun kl. 12:21 að íslenskum tíma (7:21 að tíma á Bahamas).

Pure Silk mótið var fyrsta LPGA mót Ólafíu Þórunn og hún komst í gegnum niðurskurð á því í fyrra.

Á morgun fer hún út af 1. teig.

Með Ólafíu Þórunni í ráshóp eru Amelia Lewis og Maude-Aimee Leblanc.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ameliu Lewis með því að SMELLA HÉR:  og nýja kynningu á Maude-Aimee með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má aðra ráshópa í Pure Silk mótinu með því að SMELLA HÉR: