Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2018 | 14:00

Golfútbúnaður: Els gerir samning við Srixon-Cleveland um að nota XXIO kylfur

Nr. 587 á heimslistanum, Ernie Els hefir samið við Srixon-Cleveland um að hann muni nota XXIO kylfur þeirra og að kylfusveinn hans beri poka, sem merktur verður XXIO.

Ekki fylgir sögunni hversu háa fjárhæð samið var um.

John Barba, golfpenni mygolfspy.com furðar sig á því og veltir fyrir sér af hverju golfvöruframleiðendur semji við menn eins og Els, sem er 48 ára, hefir ekki unnið stórmót frá árinu 2012 og nýja kynslóðin man ekkert eftir o.s.frv.

Barba telur að kylfingar muni ekki hópast í verslanir og kaupa XXIO, bara af því að Els notar kylfur þeirra.

Golf 1 er annarar skoðunar – Sveifla Els er tímalaus og sú mýkt sem einkenndi/einkennir golfspil hans. Svo eru fleiri að spila golf en þeir ungu. Það er virkilega til fólk, sem man eftir því þegar Els var á hátindi frægðar sinnar. Þeir hjá Srixon-Cleveland vita svo sannarlega hvað þeir eru að gera!

Sjá má grein Barba með því að SMELLA HÉR: