Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 23:00
PGA: Tiger náði niðurskurði!

Það var eins og að fara aftur í tímanum – Tiger dregur að sér fjöldann … sama hver er í forystu. Hann var ónákvæmur af teig á Farmers Insurance Open í kvöld og þurfti töfra stutta spilið sitt til að bjarga sér á köflum – skiptir ekki máli – fólk vill sjá golfgoðsögnina hinn 79-falda PGA Tour sigurvegara (Tiger). Hann þurfti nauðsynlega á fuglum að halda til þess að halda sér í mótinu – og sá öllum fyrir fyrirtaks drama. Vegna fjölda bakuppskurða hefir Tiger ekki tekist að leika 3. hring í móti frá því á Wyndham Championship í ágúst 2015 …. en hann komst í gegnum niðurskurð í kvöld Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 20:00
LPGA: Ólafía fer út kl. 15:46 á morgun – 2. hring frestað vegna hvassviðris

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði ekki að fara út á 2. hring á Pure Silk mótinu á Bahamas í dag vegna hvassviðris á Ocean Club golfvellinum í Nassau á Bahamas, þar sem mótið fer fram. Hún spilaði 1. hring á 4 yfir pari, 77 höggum en aðstæður voru líka erfiðar (hvasst) í gær sem gerði völlinn krefjandi, sem aftur á móti skýrir hátt skor hennar (og annarra keppenda). Ólafía Þórunn fer út kl. 10:46 að staðartíma (kl. 15:46 að íslenskum tíma) á morgun (laugardaginn 27. janúar 2018 – í 2. hring sinn) eftir sem áður með þeim Maude-Aimee Leblanc frá Kanada og Amelíu Lewis frá Bandaríkjunum í ráshóp. Sem stendur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 18:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sebastien Gros (19/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir. Í dag verður kynntur sá síðasti af þremur sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi; Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi. Ross McGowan og Nico Geyger hafa þegar verið kynntir og í dag verður Sebastien Gros kynntur. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra. Hann fæddist 26. janúar 1970 og er því 48 ára í dag. Komast má á facebook síðu Bjarna hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Bjarni Benediktsson (48 ára) – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Sir Henry Thomas Cotton, 26. janúar 1907-22. desember 1987 (hefði orðið 111 ára í dag); Una Sveinsdóttir 26. janúar 1960 (58 ára); Vilhjálmur Einar Einarsson 26. janúar 1977 (41 árs); Paul Sheehan, 26. janúar 1977 (41 árs); Karine Icher, 26. janúar 1979 (39 ára); Guido Van Der Valk, 26. janúar 1980 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 15:00
Evróputúrinn: Donaldson leiðir í Dubaí e. 2. dag þegar fresta þurfti leik – Hápunktar

Það er Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem leiðir í hálfleik Omega Dubai Desert Classic. Donaldson er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (62 69). Fast á hæla Donaldson er Kínverjinn Hatong Li, 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Branden Grace frá S-Afríku og Alexander Björk frá Svíþjóð deila eins og er 3. sætinu enn einu höggi á eftir þ.e. báðir eru á 11 undir pari, en Björk á eftir að ljúka leik er á 12. holu og á því 6 óspilaðar, en fresta þurfti leik vegna þoku og tókst ekki öllum að ljúka leik. Rory, Thomas Aiken frá S-Afríku og gamla Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Sideri Vanova (4/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 12:00
Þegar Beef henti kylfu sinni til krókódílanna

Í viðtali við BBC, þættinum „At home … with Colin Murray“ segir enski kylfingurinn Andrew „Beef“ Johnston frá því þegar hann varð hvað reiðastur á golfvellinum. Johnston sagði frá því í þættinum að hann hefði slegið bolta sínum í hindrun. „Beef“ sagðist hafa sagt við kylfusvein sinn: „Boltinn minn er þarna, kylfan getur fylgt.“ og segist hafa hent kylfuna á eftir boltanum. „Ég kláraði að spila holuna og þessi náungi kom en hann hafði verið í hindruninni og krókódílar eru þar. Hann sagði:„Ég náði í 3-tréð þitt, herra.“ Þetta var sjaldgæft reiðikast sem Beef tók á vellinum og hann sagði í viðtalinu: „Ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig, en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 10:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Jessy Tang (34/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 07:00
PGA: Tiger á 72 e. 1. dag Farmers – Hápunktar

Tiger Woods sneri aftur til keppni á Farmers Insurance Open, móti vikunnar á PGA Tour og höfðu margir beðið endurkomu hans með eftirvæntingu, en hann hefir verið að fást við þrálát bakmeiðsli og er þetta fyrsta mót sem hann spilar í í langan tíma. Tiger lék 1. hringinn á parinu, 72 höggum og er T-84 og ekki útséð með hvort hann nái niðurskurði. Á hring sínum fékk Tiger 3 fugla og 3 skolla. Efstur í mótinu er Tony Finau á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á Farmer Insurance Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2018 | 21:00
Lið Íslands tapaði f. Spánverjum

Sex íslenskir kylfingar á aldrinum 17-23 ára hófu keppni þriðjudaginn 23. janúar á 1st Octagonal Match mótinu sem fram fer á Costa Ballena á Spáni. Ísland er í riðli með Þýskalandi, Spáni og Englandi í riðli. Í hinum riðlinum eru Ítalía, Finnland og Tékkland en þjálfari Tékka er Staffan Johansson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ er með kylfingunum á Costa Ballena. Fyrri viðureign dagsins gegn Spánverjum var fjórmenningur (foursome) en síðari leikurinn er tvímenningur. Fjórmenningur er leikinn þannig að tveir keppendur eru saman í liði og slá þeir einn bolta til skiptis. Keppendur slá upphafshöggin til skiptis, óháð því hvaða kylfingur púttaði síðast á flöt. Betra skor hvers Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

