Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2018 | 15:00

Evróputúrinn: Donaldson leiðir í Dubaí e. 2. dag þegar fresta þurfti leik – Hápunktar

Það er Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem leiðir í hálfleik Omega Dubai Desert Classic.

Donaldson er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (62 69).

Fast á hæla Donaldson er Kínverjinn Hatong Li, 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66).

Branden Grace frá S-Afríku og Alexander Björk frá Svíþjóð deila eins og er 3. sætinu enn einu höggi á eftir þ.e. báðir eru á 11 undir pari, en Björk á eftir að ljúka leik er á 12. holu og á því 6 óspilaðar, en fresta þurfti leik vegna þoku og tókst ekki öllum að ljúka leik.

Rory, Thomas Aiken frá S-Afríku og gamla spænska brýnið Miguel Angel Jimenez deila síðan 5. sætinu,  á 10 undir pari; Aiken (67 67) og Jimenez (66 68)  en Rory á eftir að ljúka leik, er aðeins á 11. holu (á því 7 eftir óspilaðar) og er í góðri stöðu að fara fram úr efstu mönnum.

Sjá má stöðuna á Omega Dubaí Desert Classic með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: