
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Sebastien Gros (19/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú hafa verið kynntir þeir 9 sem deildu 25. sætinu og rétt sluppu inn á Evróputúrinn verið kynntir.
Í dag verður kynntur sá síðasti af þremur sem deildu 15. sætinu á samtals 15 undir pari, hver, en það voru Sebastien Gros frá Frakklandi; Nico Geyger frá Chile og Ross McGowan, frá Englandi.
Ross McGowan og Nico Geyger hafa þegar verið kynntir og í dag verður Sebastien Gros kynntur.
Sebastien Gros fæddist 8. nóvember 1989 og er því 28 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og Heiðar Davíð Bragason, nýráðinn yfirgolfkennari GA og thaílenski kylfingurinn Thongchai Jaidee.
Gros er 1,81 m á hæð og 73 kg.
Gros hóf að spila golf með afa sínum 10 ára og á unglingsaldri var hann ákveðinn í að verða atvinnumaður í golfi. Það varð hann síðan líka í árslok 2011, eftir að hafa unnið 4 mót sem áhugamaður í Frakklandi.
Gros spilaði síðan á Alps Tour í 2 ár og vann tvívegis þar.
Árið 2014 var Gros á Asítúrnum og missti af því að komast á Evróputúrinn gegnum lokaúrtökumót mótaraðarinnar með 1 höggi.
Hann spilaði því aðallega á Áskorendamótaröð Evrópu 2015, þar sem hann sigraði tvívegis þ.e. Kazakhstan Open og Najeti Open og komst á Evróputúrinn 2016 eftir að hafa orðið í 2. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Árið 2015 varð hann m.a. í 4. sæti á Alfred Dunhill Links á Evróputúrnum.
Árið 2016 lék Gros í 26 mótum á Evróputúrnum – komst í gegnum niðurskurð í 11 þeirra og var besti árangur hans T-10 á Irish Open og var þetta eini topp-10 árangur hans. Árangur Gros 2017 var svipaður – hann lék í 26 mótum á Evróputúrnum og komst í gegnum niðurskurð í 12 og varð að fara aftur í lokaúrtökumótið í árslok 2017 – þar sem hann landaði eins og segir 15. sætinu og spilar því á að nýju á Evróputúrnum 2018.
Sem stendur er Gros nr. 1203 á heimslistanum.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster