Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2018 | 09:00

Evróputúrinn: Sharma sigurvegari Maybank – Hápunktar 4. dags

Shubhankar Sharma, frá Indlandi, sigraði á Maybank Championship nú fyrr í morgun. Sharma lék  á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 69 66 62) og var það einkum glæsilokahringur hans upp á 62 högg, sem fleytti honum í sigursætið! Í 2. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 19 undir pari, 269 höggum var Spánverjinn Jorge Campillo. Ryan Fox og Pablo Larrazabal deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2018 | 08:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Oates Vic

Það var heimakonan, Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Oates Vic Open. Lee lék á samtals 13 undir pari, 279 höggum (70 67 75 67). Fyrir sigurinn hlaut Lee € 62.853,3 sigurtékka Lee átti heil 5 högg á þá sem næst kom, en það var landa hennar Karis Davidson, sem lék á samtals 8 undir pari (72 74 67 71). Georgia Hall frá Englandi og Hannah Green frá Ástralíu deildu síðan 3. sætinu. Sjá má lokastöðuna á Oates Vic Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 23:59

PGA: Fowler í forystu eftir 54 holur á WM Phoenix Open – Hápunktar

Það er Rickie Fowler sem er með forystuna eftir 54 holur á Waste Management Phoenix Open. Rickie er búinn að koma sér í þægilega stöðu til sigurs, en hann hefir verið afar óheppinn að sigra ekki á undanförnum árum. Þannig varð hann T-4 í mótinu í fyrra og fyrir 2 árum tapaði hann í 4 holu bráðabana fyrir Hideki Matsuyama. Eins varð hann í 2. sæti árið 2010. Rickie spilaði jafnt og stöðugt golf á 3. hring, þar til kom að síðustu 3 holum, en hann fékk fugla á þær allar og var skor hans eftir daginn 4 undir pari, 67 högg. Rickie er á samtals 14 undir pari, 199 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Connor Syme (23/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Í dag verður hafist handa við að kynna þá 3 sem deildu 9. sætinu, en þeir léku allir á 17 undir pari; en þetta eru þeir  Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Connor Syme Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen ——- 3. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og er því 49 ára í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að rifja Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Kassidy Teare (39/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 08:00

LET: Valdís Þóra komst ekki gegnum niðurskurð e. 3. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 3. dag. Í Oates Vic mótinu er skorið niður tvívegis; annars vegar hefðbundið í hálfleik og síðan eftir 3. hring. Upphaflega voru 144 keppendur og eftir 2. dag fengu aðeins 72 eða helmingur að halda áfram. Valdís Þóra komst í gegnum þann niðurskurð. Einungis þær 36 sem eru efstar eftir 3. dag fá síðan að spila lokahringinn á morgun. Valdís Þóra komst ekki í hóp þeirra 36 efstu, þar sem hún lék 3. hringinn á Beach eða strandvellinum á 6 yfir pari, 79 höggum  – sem er fremur óvanalegt fyrir hana – og spilar hún því ekki lokahringinn á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 06:30

PGA: Rickie Fowler og Bryce DeChambeau leiða á WM Phoenix Open e. 2. dag

Það eru þeir Rickie Fowler og Bryce DeChambeau sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA túrnum bandaríska, Waste Management Phoenix Open. Báðir hafa spilað á 10 undir pari, 132 höggum (66 66). Fowler hefir sagt að í þessari viku spili hann fyrir litla vin sinn og áhanganda Griffin Connell sem lést í síðustu viku, 7 ára. Jafnir í 3. sæti eru Daníel Berger og Chez Reavie aðeins 1 höggi á eftir á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 01:00

LET: Valdís Þóra fer út kl. 2:10 í nótt – Fylgist með henni HÉR!

Valdís Þóra Jónsdóttir á rástíma kl. 13:10 að staðartíma í Viktoríu, Ástralíu, sem er kl. 2:10 í nótt hér á Íslandi. Mótið fer fram í 13th Beach Golf Club í Viktoríu fylki í Ástralíu og er 13 tíma, tímamismunur. Valdís Þóra fer út á 10. braut og spilar Beach golfvöllinn (strandvöllinn), að þessu sinni. Heimakonan Minjee Lee er í efsta sæti. Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2018 | 20:00

Pettersen segir það að hún hafi kallað Trump svindlara séu „#FAKENEWS“

Suzann Pettersen hefir svarað fyrir sig í máli þar sem norskt dagblað sem greindi frá því að hún hefði sagt að Donald Trump bandaríkjaforseti svindlaði í golfi væru, „#fakenews“ (tilvitnun til tíðs svars Trumps; fakenews – falsaðar fréttir). Í greininni, sem birtst hefir á mörgum bandarískum fréttavefum er eftirfarandi haft eftir „norsku frænku okkar“ (Pettersen): „Hann (Trump) svindlar helv… mikið. Þannig að ég veit ekki hvernig hann er í viðskiptum. Þeir segja ef þú svindlir í golfi, svindlir þú líka í viðskiptum.“ „Ég er ansi viss um að hann borgi kylfusvein sínum vel, þar sem það skiptir ekki máli hversu langt út í skóg hann slær bolta sinn, hann er Lesa meira