Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2018 | 09:00

Evróputúrinn: Sharma sigurvegari Maybank – Hápunktar 4. dags

Shubhankar Sharma, frá Indlandi, sigraði á Maybank Championship nú fyrr í morgun.

Sharma lék  á samtals 21 undir pari, 267 höggum (70 69 66 62) og var það einkum glæsilokahringur hans upp á 62 högg, sem fleytti honum í sigursætið!

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir á samtals 19 undir pari, 269 höggum var Spánverjinn Jorge Campillo.

Ryan Fox og Pablo Larrazabal deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR: