Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2018 | 08:00

LPGA: Minjee Lee sigraði á Oates Vic

Það var heimakonan, Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Oates Vic Open.

Lee lék á samtals 13 undir pari, 279 höggum (70 67 75 67).

Fyrir sigurinn hlaut Lee € 62.853,3 sigurtékka

Lee átti heil 5 högg á þá sem næst kom, en það var landa hennar Karis Davidson, sem lék á samtals 8 undir pari (72 74 67 71).

Georgia Hall frá Englandi og Hannah Green frá Ástralíu deildu síðan 3. sætinu.

Sjá má lokastöðuna á Oates Vic Open með því að SMELLA HÉR: