Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 06:30

PGA: Rickie Fowler og Bryce DeChambeau leiða á WM Phoenix Open e. 2. dag

Það eru þeir Rickie Fowler og Bryce DeChambeau sem eru efstir og jafnir á móti vikunnar á PGA túrnum bandaríska, Waste Management Phoenix Open.

Báðir hafa spilað á 10 undir pari, 132 höggum (66 66).

Fowler hefir sagt að í þessari viku spili hann fyrir litla vin sinn og áhanganda Griffin Connell sem lést í síðustu viku, 7 ára.

Jafnir í 3. sæti eru Daníel Berger og Chez Reavie aðeins 1 höggi á eftir á samtals 9 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: