Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 01:15

Birgir Leifur íþróttakarl ársins 2017 í Kópavogi

Hér er þörf að bæta úr – því einhvern veginn hefir það farið framhjá Golf 1 að Birgir Leifur Hafþórsson var kjörinn íþróttakarl ársins í Kópavogi 2017! Svona til upprifjunar voru Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017. (Móðir Fanndísar, Nanna Leifsdóttir (á mynd) tók við verðlaununum f.h. dóttur sinnar). Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Kórnum 11. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Birgir Leifur og Fanndís voru valin úr Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 01:00

PGA: Hossler og Streelman efstir á AT&T Pebble Beach ProAm – Hápunktar 1. dags

Það eru nýliðinn á PGA Tour Beau Hossler og hinn aðeins reyndari Kevin Streelman, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á AT&T Pebble Beach ProAm, sem að venju er spilað á 3 völlum á Pebble Beach í Kaliforníu: Pebble Beach Golf Links (PB), Spyglass Hill vellinum (SH) and Monterey Peninsula Country Club (MP). Þegar fjallað er um skor kylfinga hér á eftir verður gefið upp á hvaða velli þeir spiluðu með skammstöfunum. Hossler og Streelman eru e.t.v. ekki þekktustu kylfingar á túrnum fyrir þá sem ekki fylgjast þeim mun betur með og má því hér sjá kynningu Golf 1 á Hossler með því að SMELLA HÉR:  og kynningu Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Mark Foster (25/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Í dag verður fram haldið að kynna þá 3 sem deildu 9. sætinu, en þeir léku allir á 17 undir pari; en þetta eru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Bara Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rósa Guðmundsdóttir og Ari Ársælsson – 8. febrúar 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Rósa Guðmundsdóttir og Ari Ársælsson. Rósa er fædd 8. febrúar 1963 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Rósu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Rósa Guðmundsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Ari Ársælsson er hinn afmæliskylfingurinn. Ari er fæddur 8. febrúar 1973 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Ara til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ari Ársælsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Guðríður Ólafsdóttir; 8. febrúar 1950 (68 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Cloe Frankish (10/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 12:00

Trump fékk ás

Ef Trump Bandaríkjaforseti myndi vilja pirra Kim Jong-un – og já, það eru teikn á lofti um að hann sé ekkert fráhverfur því, þá gæti hann bara farið að metast á við hann hvað varðar holur í höggi. Því ólíkt föður hins norður-kóreanska leiðtoga þá hefir Trump enga þörf fyrir ríkisáróður til þess að upphefja frábærleika sinn þegar kemur að 5-járni og lýsa því yfir að hann hafi fengið ása nánast á hverri braut (eins og faðir Kim Jong-un hélt fram). Þegar Trump fékk sinn ás var ekkert „fake“ (svindl) á ferð þar. Hann var með vitni. Raunveruleg vitni. Vitni sem reyndar höfðu borgað sig inn á viðburðin þar sem Trump Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Robynn Ree (44/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 09:00

DJ veit að hann gæti dottið úr 1. sæti heimslistans á Pebble Beach

Dustin Johnson (DJ) þarf ekki annað en að líta á heimslistann til að sjá að hann er í hættu að missa 1. sæti heimslistsans. DJ tekur þátt í AT&T Pebble Beach Pro-Am, sem er  PGA Tour mót hans frá því að hann sigraði á Sentry Tournament of Champions á Hawaii fyrr á árinu. Nr. 2 á heimslistanum Jon Rahm tekur líka þátt í AT&T mótinu og Rahm gæti tekið 1. sætið ef DJ lendir í 45. sæti eða sýnir lakari árangur skv. spá golffréttastöðvarinnar Golf Channel. DJ er með 2 sigra meðal þeirra topp-10 árangra sem hann á á Hann hefir einungis tvívegis landað lakara sæti en því 44. Johnson veit að Rahm Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 07:00

Alan B. Shepard Jr. fyrstur manna til að slá golfbolta á tunglinu – Myndskeið

Þan 20. júlí 1969 varð Neil Armstrong fyrsti maðurinn til þess að ganga á tunglinu. En fyrir golfáhangendur er lendingin á tunglinu fyrir u.þ.b. 47 árum, þ.e. þann 6. febrúar 1971 mun áhugaverðari. Það var þá sem geimfarinn .Alan B. Shepard Jr (18. nóvember 1923 – 21. júlí 1998) steig á yfirborð tunglsins með Wilson Staff 6-járn, sem hann hafði komið fyrir um borð í Apollo 14 og sló tvo golfbolta sem hann hafði falið í geimfarabúningi sínum s.s. frægt er. Málið var að Shepard var ákveðinn í að gera eitthvað sérstakt á tunglinu. Aðeins lítill hluti starfsfólks NASA vissi hvað Shepard var að reyna að gera. Shepard huldi m.a. kylfuna með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 03:07

Evróputúrinn: Fylgist með ISPS Handa World Super 6 Perth HÉR

Mót vikunnar á Evróputúrnum er ISPS Handa World Super 6 Perth. Spilað er í Lake Karrinyup CC í Perth, Ástralíu. Þegar þetta er ritað (kl. 3) eru þeir Lee Westwood og Brett Rumford í forystu á 7 undir pari, en eiga báðir 3 holur eftir óspilaðar. Fjöldi kylfinga á líka eftir að fara út, þannig að staðan getur enn breyst. Til þess að fylgjast með stöðunni á ISPS Handa World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR: