Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2018 | 01:00

PGA: Hossler og Streelman efstir á AT&T Pebble Beach ProAm – Hápunktar 1. dags

Það eru nýliðinn á PGA Tour Beau Hossler og hinn aðeins reyndari Kevin Streelman, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á AT&T Pebble Beach ProAm, sem að venju er spilað á 3 völlum á Pebble Beach í Kaliforníu: Pebble Beach Golf Links (PB), Spyglass Hill vellinum (SH) and Monterey Peninsula Country Club (MP).

Þegar fjallað er um skor kylfinga hér á eftir verður gefið upp á hvaða velli þeir spiluðu með skammstöfunum.

Hossler og Streelman eru e.t.v. ekki þekktustu kylfingar á túrnum fyrir þá sem ekki fylgjast þeim mun betur með og má því hér sjá kynningu Golf 1 á Hossler með því að SMELLA HÉR:  og kynningu Golf 1 á Streelman með því að  SMELLA HÉR: 

Hossler (PB) og Streelman (SH) léku báðir á 7 undir pari, 65 höggum.

Næstir á eftir þeim eru 3 kylfingar sem deila 3 sætinu; allir á 6 undir pari eftir 1. dag en það eru Aron Wise (MP- 65 högg); Matt Kuchar (SH – 66 högg) og Julian Suri (SH- 66 högg).

Síðan kemur hópur 10 kylfinga sem allir léku á 5 undir pari, en þeirra á meðal er nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (SH – 67 högg).

Athygli vekur að meðal efstu 15 hafa flestir spilað Spyglass Hill (6) og Pebble Beach (6) en fæstir Monterey Peninsula (3).

Sjá má stöðuna í heild á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á AT&T Pebble Beach ProAm með því að SMELLA HÉR: