Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2018 | 12:00

Trump fékk ás

Ef Trump Bandaríkjaforseti myndi vilja pirra Kim Jong-un – og já, það eru teikn á lofti um að hann sé ekkert fráhverfur því, þá gæti hann bara farið að metast á við hann hvað varðar holur í höggi.

Því ólíkt föður hins norður-kóreanska leiðtoga þá hefir Trump enga þörf fyrir ríkisáróður til þess að upphefja frábærleika sinn þegar kemur að 5-járni og lýsa því yfir að hann hafi fengið ása nánast á hverri braut (eins og faðir Kim Jong-un hélt fram).

Þegar Trump fékk sinn ás var ekkert „fake“ (svindl) á ferð þar. Hann var með vitni. Raunveruleg vitni. Vitni sem reyndar höfðu borgað sig inn á viðburðin þar sem Trump fékk ás sinn. Vegna þess að Trump fékk ás í áskorun á PGA Tour móti – og í ár eru reyndar 25 ár frá því Trump fékk þenan ás sinn.

Þetta var 1993 ári áður en KCNA norður-kóreanska fréttastöðin lét frá sér fara fréttatilkynningu þess efnis að Kim Jong-u eldri hefði í 1. tilraun sinni að spila golf verið á 38 undir pari, (á 18 holum) þ.e. spilað á 34 höggum og fengið hvorki fleiri né færri en 11 ása á hringnum! Vá … og það í fyrstu tilraun sinni í golfleiknum!!!