Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 22:00
LPGA: Ólafía Þórunn farin út á ISPS Handa mótinu – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn Kristínsdóttir, atvinnukylfingur úr GR er farin út á móti vikunnar á LPGA – ISPS Handa Women´s Australian Open, en mótið fer fram á keppnisvelli Kooyonga golfklúbbsins í Adelaide, Ástralíu. Hún átti rástíma kl. 8:06 að staðartíma í Adelaide (kl. 22:36 að íslenskum tíma). Eftir 2 spilaðar holur er Ólafía Þórunn á parinu. Hún er í ráshóp með þeim Angelu Stanford (Stanford er fædd 28. nóvember 1977 og er því 40 ára og hefir sigrað á 5 LPGA mótum og 1 Symetra Tour móti) og Cydney Clanton (Sjá eldri kynningu Golf 1 á Clanton með því að SMELLA HÉR: ). Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, fer síðan út kl. 13.29 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 20:00
Nordic Golf League: 3 íslenskir kylfingar tóku þátt í MRE Masters mótinu – Guðmundur Ágúst sá eini í gegnum niðurskurð!

Þrír GR-ingar, Andri Þór Björnsson, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Magnús Franklín hófu keppni á Mediter Real Estate Masters mótinu í gær, en mótið fer fram 13.-15. febrúar 2018. Mótsstaður er PGA Catalunya Resort í Barcelona á Spáni og spilað á tveimur keppnisvöllum Tour (par-70) og Stadium völlunum (par-72). Aðeins Guðmundur Ágúst fór í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 1 yfir pari, eða betur. Guðmundur Ágúst spilaði á samtals sléttu pari, 142 höggum (72 70). Aðeins munaði 1 höggi að Andri Þór færi í gegn en hann var því miður á 2 yfir pari, 144 höggum (71 73). Haraldur Franklín var langt frá sínu besta, lék á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Maurizio Veloccia – 14. febrúar 2018

Það er ítalski golfkennarinn og flugmaðurinn Maurizio Veloccia sem er afmæliskylfingur dagsins. Maurizio fæddist 14. febrúar 1968 í Róm og er því 50 ára í dag. Maurizio er búinn að spila golf frá árinu 1996, en hann byrjaði af tilviljun. Í dag er hann með 0 í forgjöf og kennir við einn virtasta golfklúbb í Róm. Hann spilar m.a. golf með fv. landsliðsmarkverði Ítala í fótbolta, Dino Zoff, sem er búinn að spila golf í 10-11 ár. Þetta og annað skemmtilegt kom fram í viðtali við Maurizio, sem birtist á Golf 1 2012 – Til þess að sjá viðtalið SMELLIÐ HÉR: seinna í dag (á ensku svo afmæliskylfingur dagsins geti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Laura Sedda (14/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 13:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar tók þátt í Big Ten holukeppninni í Flórída

Rúnar Arnórsson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Golden Gophers, hjá University of Minnesota, tóku þátt í Big Ten Match Play, en mótið var 1. mót vorannar hjá skólanum. Mótið fór fram dagana 9.-10. febrúar sl. í Hammock Beach Resort, á Palm Coast í Flórída. Keppnisformið var holukeppni. Rúnar lék tvo leiki en flestir leikmenn University of Minnesota léku 1 eða 2 leiki. Í fyrri leiknum gegn Cole Bradley hjá Purdue háskóla náði Rúnar hálfum vinningi þar sem viðureign þeirra féll á jöfnu, en því miður tapaði Rúnar seinni leik sínum 6&4 gegn Jeg Coughlin III hjá Ohio State (en þess mætti geta að allir í liði Minnesota töpuðu viðureignum sínum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 12:00
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar varð T-25 í Alabama

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans, The Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette háskóla tóku þátt í 1. móti vorannarinna hjá skólanum, Mobile Sports Authority Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 12.-13. febrúar og lauk í gær – þátttakendur voru 80 frá 16 háskólum. Björn Óskar kemur vel undan vetrinum; varð T-25 þ.e. deildi 25. sætinu með Ryan Alford frá Louisiana Tech. Hann lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (73 71 75). The Ragin Cajuns lönduðu 7. sætinu í liðakeppninni, sem þeir deildu með Jacksonville State og Richmond háskólaliðunum. Sjá má lokastöðuna á Mobile Sports Authority Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Björn Óskars og The Ragin Cajuns Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 09:45
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Paula Reto (47/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 07:00
GK: Ertu búin(n) að skrá þig á Hraunkot Open?

Golfklúbburinn Keilir verður með Hraunkot Open sem er til þess að ætlað að fá kylfinga til þess að sýna hæfni sína í pútti og stutta spilinu. Annað mótið í þessari mótaröð fer fram um næstu helgi eða laugardaginn 17. febrúar. Keppt verður í inniaðstöðu Hraunkots í Hafnarfirði og er keppnin opin fyrir alla kylfinga sem tóku þátt á Áskorendamótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Skráning fer fram á golf.is en nánari upplýsingar gefa bjorgvin@keilir.is eða kalli@keilir.is Mótsgjald er 1000 kr. og er boltapeningur innifalinn i verði. Keppt er í fimm púttstöðvum og fimm vippstöðvum sem fara fram í inniæfingaaðstöðunni í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2018 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Jensson – 13. febrúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Jensson. Ágúst er fæddur 13. febrúar 1977 og á því 41 árs afmæli í dag. Ágúst býr í Þýskalandi þar sem hann starfar sem yfirvallarstjór St. Leon Rot golfklúbbsins virta. Sjá má kynningu Golf 1 á St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: Þar áður gegndi Ágúst starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Ágúst er kvæntur Dagbjörtu Víglundsdóttur. Komast má á facebook síðu Ágústs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!!, Ágúst Jensson 41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2018 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Vikki Laing (13/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

