Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maurizio Veloccia – 14. febrúar 2018

Það er ítalski golfkennarinn og flugmaðurinn Maurizio Veloccia sem er afmæliskylfingur dagsins. Maurizio fæddist 14. febrúar 1968 í Róm og er því 50 ára í dag. Maurizio er búinn að spila golf frá árinu 1996, en hann byrjaði af tilviljun. Í dag er hann með 0 í forgjöf og kennir við einn virtasta golfklúbb í Róm. Hann spilar m.a. golf með fv. landsliðsmarkverði Ítala í fótbolta, Dino Zoff, sem er búinn að spila golf í 10-11 ár. Þetta og annað skemmtilegt kom fram í viðtali við Maurizio, sem birtist á Golf 1 2012 – Til þess að sjá viðtalið SMELLIÐ HÉR: seinna í dag (á ensku svo afmæliskylfingur dagsins geti lesið það!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Norman von Nieda (Guðfaðir ástralska golfsins) 14. febrúar 1914; Mickey Wright, 14. febrúar 1935 (83 ára); Patton Summerhayes, 14. febrúar 1944 (74 ára); Sigurlaug Albertsdóttir, GK, 14. febrúar 1950 (68 ára); Masanori Kobayashi, 14. febrúar 1976 (42 ára); Maude Aimee Leblanc, kanadísk, 14. febrúar 1989 (29 ára) …. og …. Töfrakonur Töfrakonur Ehf (27 ára); Snyrtistofan Helena Fagra (24 ára) og Snorri Snorrason

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is