Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2018 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar tók þátt í Big Ten holukeppninni í Flórída

Rúnar Arnórsson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Golden Gophers, hjá University of Minnesota, tóku þátt í Big Ten Match Play, en mótið var 1. mót vorannar hjá skólanum.

Mótið fór fram dagana 9.-10. febrúar sl. í Hammock Beach Resort, á Palm Coast í Flórída.  Keppnisformið var holukeppni.

Rúnar lék tvo leiki en flestir leikmenn University of Minnesota léku 1 eða 2 leiki.

Í fyrri leiknum gegn Cole Bradley hjá Purdue háskóla náði Rúnar hálfum vinningi þar sem viðureign þeirra féll á jöfnu, en því miður tapaði Rúnar seinni leik sínum 6&4 gegn Jeg Coughlin III hjá Ohio State (en þess mætti geta að allir í liði Minnesota töpuðu viðureignum sínum gegn liðsmönnum Ohio State).

Lið Rúnars landaði 8. sætinu í Big Ten Match Play af 14 háskólum, sem þátt töku.

Næsta mót Rúnars og University of Minnesota fer fram 24. febrúar n.k. í Montgomery, Texas.