Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 14:00

Evróputúrinn: Jon Rahm sigraði á Opna spænska

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Open de España m.ö.o. Opna spænska. Rahm lék á samtals 20 undir pari, 268 högg (67 68 66 67). Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Rahm € 250.000,- Hann átti 2 högg á Paul Dunne frá Írlandi og 3 högg á landa sinn Nacho Elvira, sem urðu í 2. og 3. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Opna spænska SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Kodaira?

Eftirfarandi golfútbúnaður var í poka Satoshi Kodaira þegar hann sigraði á RBC Heritage: Dræver: PRGR RS Prototype 10.5°. 3-tré: TaylorMade M2 15°. 5-tré: PRGR iD Nabala 18°. Járn (4-PW): PRGR Tune. Fleygjárn: PRGR iD Nabala Tour 52° og Fourteen Golf RM-22 60°. Pútter: Scotty Cameron Newport Prototype. Bolti: Titleist Pro V1x.


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Satoshi Kodaira?

Satoshi Kodaira (á japönsku: 小平 智) er fæddur 11. september 1989 og því 28 ára. Kodaira spilar bæði á PGA mótaröðinni bandarísku og á japönsku golfmótaröðinni, Japan Golf Tour. Meðan hann lék á japönsku mótaröðinni, sigraði Kodaira sex sinnum, þ.ám. tvívegis á japönskum risamótum; þ.e. Japan Golf Tour Championship Shishido Hills árið 2013 og Japan Open árið 2015. Kodaira á líka einn sigur í beltinu á Japan Challenge Tour á árinu 2012. Fyrsti sigur Kodaira á PGA Tour kom nú um helgina á RBC Heritage, en þetta er bara í 15. skipti sem hann spilar á mótaröðinni. Hann 6 sex höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn, en lék lokahringinn á glæsilegum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 4. sæti á CAA mótinu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon léku í CAA svæðamótinu. Mótið fór fram dagana 13.-15. apríl og lauk í gær. Mótsstaður var St. James Plantation í  Southport, Norður-Karólínu og voru þátttakendur 39 frá 8 háskólum. Gunnhildur lauk keppni á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (85 81 76) og varð í 25. sætinu í einstaklingskeppninni. Lið Elon varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á CAA svæðamótinu með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2018 | 23:59

PGA: Kodaira sigraði á RBC Heritage

Það var japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, RBC Heritage. Kodaira lék á samtals 12 undir pari, líkt og Si Woo Kim frá S-Kóreu og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Þar sigraði Kodaira með fugli á 3. holu bráðabanans. Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Luke List deildu 3. sætinu, en báðir lék á samtals 11 undir pari, hvor. Sjá má hápunkta lokahrings RBC Heritage með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2018 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer —– 15. apríl 2018

Í dag eru tveir afmæliskylfingar, Finnbogi Haukur Alexandersson (sér grein um hann ) og Gerða Hammer. Gerða Hammer er fædd 15. apríl 1973 og á því 45 ára afmæli í dag.  Gerða er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) en varð m.a klúbbmeistari kvenna í GG 2014. Gerða hefir eins tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og staðið sig vel! Gerða vinnur við Grunnskóla Grindavíkur og er í sambúð með Valda Birgissyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið. Gerða Hammer – 45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Finnbogi Haukur Axelsson – 15. apríl 2018

Það er Finnbogi Haukur Axelsson,sem er afmæliskylfingur dagsins. Finnbogi Haukur er fæddur 15. apríl 1983 og er því 35 ára í dag.  Hann er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sjá má eldra viðtal Golf 1, við Finnboga með því að SMELLA HÉR:   Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Finnbogi Haukur Axelsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. apríl 1954 (64 ára); Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (63 ára); Sjöfn Sigþórsdóttir, 15. apríl 1956 (62 ára); Gunnar Kristjánsson, 15. apríl 1959 (59 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —- 14. apríl 2018

Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 73 ára afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 94 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (71 árs); Valgeir Þórisson, 14. apríl 1961 (57 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 23:59

PGA: DeChambeau leiðir á RBC í hálfleik

Það er Bryson DeChambeau sem er í forystu í hálfleik á RBC Heritage mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. DeChambeau er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 132 höggum (68 64). Öðru sætinu deila Ian Poulter, sem er í dúndurstuði þessa dagana og Si Woo Kim báðir á samtals 9 undir pari, hvor, aðeins 1 höggi á eftir DeChambeau. Fjórir deila síðan 4. sæti Brandt Snedeker, Chesson Hadley og Luke List frá Bandaríkjunum og Rory Sabbatini frá S-Afríku, allir á samtals 8 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar í 1. sæti á MVC Invite!!!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í MVC Invite, sem fram fór 9.-10. apríl 2018. Mótið fór fram í Indian Foothills GC, í Marshall, Missouri. Þátttakendur voru 42 frá 6 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (73 79) og varð T-12 í einstaklingskeppninni!!! Lið Arnars Geir í Missouri Valley varð í 1. sæti í liðakeppninni!!!   Frábær árangur það!!! Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley fer fram 18.-19. april n.k.