Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 23:59

PGA: DeChambeau leiðir á RBC í hálfleik

Það er Bryson DeChambeau sem er í forystu í hálfleik á RBC Heritage mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

DeChambeau er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 132 höggum (68 64).

Öðru sætinu deila Ian Poulter, sem er í dúndurstuði þessa dagana og Si Woo Kim báðir á samtals 9 undir pari, hvor, aðeins 1 höggi á eftir DeChambeau.

Fjórir deila síðan 4. sæti Brandt Snedeker, Chesson Hadley og Luke List frá Bandaríkjunum og Rory Sabbatini frá S-Afríku, allir á samtals 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: