Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2018 | 23:59

PGA: Kodaira sigraði á RBC Heritage

Það var japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, RBC Heritage.

Kodaira lék á samtals 12 undir pari, líkt og Si Woo Kim frá S-Kóreu og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar sigraði Kodaira með fugli á 3. holu bráðabanans.

Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Luke List deildu 3. sætinu, en báðir lék á samtals 11 undir pari, hvor.

Sjá má hápunkta lokahrings RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: