Gunnhildur (4. f.v.) ásamt háskólaliði sínu í bandaríska háskólagolfinu Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 4. sæti á CAA mótinu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon léku í CAA svæðamótinu.

Mótið fór fram dagana 13.-15. apríl og lauk í gær.

Mótsstaður var St. James Plantation í  Southport, Norður-Karólínu og voru þátttakendur 39 frá 8 háskólum.

Gunnhildur lauk keppni á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (85 81 76) og varð í 25. sætinu í einstaklingskeppninni.

Lið Elon varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á CAA svæðamótinu með því að SMELLA HÉR: