Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og félagar í 1. sæti á MVC Invite!!!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í MVC Invite, sem fram fór 9.-10. apríl 2018.

Mótið fór fram í Indian Foothills GC, í Marshall, Missouri.

Þátttakendur voru 42 frá 6 háskólum.

Arnar Geir lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (73 79) og varð T-12 í einstaklingskeppninni!!!

Lið Arnars Geir í Missouri Valley varð í 1. sæti í liðakeppninni!!!   Frábær árangur það!!!

Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley fer fram 18.-19. april n.k.