Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:45
Evróputúrinn: Peter Uihlein leiðir snemma dags á Open de España

Í dag hófst Open de España en það er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Mótsstaður er PGA Catalunya Resort, í Girona á Spáni, sem er mörgum íslenskum kylfingum, sem reynt hafa fyrir sér í Q-school Evrópumótaraðarinnar að góðu kunnur. Snemma 1. dags er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein efstur er búinn að leika á 4 undir pari, á hring þar sem hann fékk m.a. glæsiörn á par-5 3. braut PGA Catalunya. Fylgjast má með gangi mála á Open de España með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 10:30
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Danny Lee (11/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 15. sæti, en það er Danny Lee. Lee lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 27. sæti, þ.e. bætti stöðu sína ekki, var fyrir var aðeins fyrir neðan miðju þátttakenda mótsins líkt og hann var af þeim 25 sem áfram komust af peningalistanum. Danny Jin-Myung Lee fæddist 24. júlí 1990 í Icheon, Suður-Kóreu og er því 23 ára. Lee fluttist til Rotorua, Nýja-Sjálands þegar hann var 8 ára og fékk nýsjálenskan ríkisborgararétt, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 2. sæti eftir 2. dag NAIA National Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner taka sem stendur þátt í NAIA National Championship. Mótið fer fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída. Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum. Eftir 2. dag er Hrafn á besta skori Faulkner liðsins, en hann er búinn að leika á samtals 3 undir pari, 141 glæsihöggi (71 70) Í einstaklingskeppninni er Hrafn í 2. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í einstaklingskeppni NAIA SMELLIÐ HÉR: Faulkner er í 1. sæti í liðakeppninni!!! Sjá má stöðuna eftir 1. dag í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 07:00
GR: Landið opnar í dag – Korpan opnar fyrir utanfélagsmenn 18. maí n.k.

Fyrstu tvær (hefðbundnu) lykkjur Korpúlfsstaðarvallar, Sjórinn og Áin, opnuðu formlega sunnudaginn 4. maí s.l. Tekin var sú ákvörðun að hvíla Landið til að byrja með. Nú er svo komið að sá hluti vallarins er klár fyrir komandi sumar. Landið opnar því formlega fyrir félagsmenn GR í dag, fimmtudaginn 15. maí. Frá og með þriðjudeginum 13. maí hafa félagsmenn GR getað bókað 18 holur eða 9 holur á Korpúlfsstaðavelli á www.golf.is Korpúlfsstaðavöllur er ennþá eingöngu opinn fyrir félagsmenn GR – Opnað verður fyrir utanfélagsmenn frá og með sunnudeginum 18. maí nk.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 01:00
GKG: Hádegisnámskeið fyrir félagsmenn

Á næstu dögum hefjast hádegisnámskeið sem fara fram á æfingasvæði GKG, undir handleiðslu Hauks Más Ólafsson, PGA golfkennaranema. Haukur tók nýlega við þjálfun barna og unglinga í GKG, en félagsmenn geta einnig pantað einkatíma hjá honum í sumar. Um er að ræða þriggja skipta námskeið þar sem lögð er áhersla á að undirbúa þátttakendur fyrir golfsumarið sem er að hefjast, og verður hægt að bóka á eftirfarandi dögum: Mánudögum 19.5, 26.5, 2.6 Þriðjudögum 20.5, 27.5, 3.6 Miðvikudögum 21.5, 28.5, 4.6 Fimmtudögum 22.5, 29.5, 5.6 Föstudögum 23.5, 30.5, 6.6 Skráning fer fram rafrænt á heimasíðu GKG, einfaldlega með því að SMELLA HÉR: og velja námskeið. Lágmarksfjöldi er 3 per námskeið og hámarksfjöldi 5 manns. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 19:00
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 10. sæti eftir 1. dag NAIA National Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner hófu í gær leik á NAIA National Championship. Mótið fer fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída. Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum. Eftir 1. dag er Hrafn á 2. besta skori Faulkner liðsins, en hann lék 1hring á 1 undir pari, 71 glæsihöggi! Í einstaklingskeppninni deilir Hrafn 10. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!! Sjá má stöðuna eftir 1. dag í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: Faulkner er í deilir 2. sæti í liðakeppninni með Grand View University er aðeins 1 höggi á eftir College of Coastal Georgia (fyrrum háskóla Dustin Johnson). Sjá má stöðuna eftir 1. dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 17:00
„Forgjöf á holum“ e. Hörð Geirsson

Sl. laugardag, 10. maí 2014, birtist frábær grein alþjóðadómarans Harðar Geirssonar, á vefsíðu Golfklúbbsins Keilis. Hér fer greinin: „Á flestum skorkortum er dálkur sem sýnir hvernig forgjafarhögg raðast á einstakar holur. Oft heyrist gagnrýni á þessa röð, þar sem kylfingum finnst hún endurspegla illa hvaða holur eru erfiðastar á vellinum. Í þessari gagnrýni felst ákveðinn misskilningur, því þótt erfiðar holur séu oft á tíðum framarlega í forgjafarröðinni er það alls ekki eina atriðið sem ræður röðinni. Forgjafarröðin er fyrst og fremst notuð í þrennum tilgangi: Í hefðbundinni punktakeppni ræður röðin því á hvaða holum við fáum að draga frá högg áður en punktar eru reiknaðir. Ef Kalli er með 15 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 16:45
Afmæliskylfingar dagsins: Blair O´Neal, Caroline Masson, Laufey Jóna Jónsdóttir og Sindri Þór Kristjánsson – 14. maí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru 4: Sindri Þór Kristjánsson, Laufey Jóna Jónsdóttir, GS; Caroline Masson og Blair O´Neal. Sindri Þór, GKG, er fæddur 14. maí 1989 og á því 25 ára afmæli í dag. Laufey Jóna er einn af efnilegum afrekskylfingum Golfklúbbs Suðurnesja og fæddist í dag 1998 þ.e. fyrir 16 árum! Komast má á heimasíðu Sindra Þórs og Laueyjar Jónu til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Sindri Þór Kristjánsson, GKG (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Caroline Masson er ein af fremstu kvenkylfingum Þýskalands og vakti fyrst verulega athygli á sér í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 16:00
Munu vinsældir golfs dvína ef Tiger verður ekki lengur nr. 1?

Það er óhjákvæmilegt að Adam Scott muni fyrr en síðar verða nr. 1 á heimslistanum og brátt verður það þannig að hann þarf ekki einu sinni að taka kylfu úr poka sínum til þess að svo verði. Það er vegna þess að Tiger hefir ekki tekið þátt í nokkru móti frá marsbyrjun á þessu ári. Hann hefir verið að jafna sig eftir bakuppskurð. Á vefsíðu Tiger segir að hann sé allur að koma til eða með eiginn orðum Tiger:„Ég geri allt sem ég get og hlusta á lækna mína og er að vinna í að styrkja mig og síðan verðum við bara að sjá hvernig bakið á mér verður.“ Scott Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 09:00
Hvað eru golfhæfileikar?

Hér fer í lauslegri þýðingu ágætis grein Dennis Clark: „Golfhæfileikar: Hvað er það?“ Til er þýskt spakmæli sem er eitthvað á þessa leið: „Durch Fehler wird man klug“ sem myndi útleggjast eitthvað á íslensku sem að „af mistökunum læri maður“ (en merkingin tapast aðeins því klug þýðir í raun klókur eða vitur og því verður þetta í beinni þýðingu að „af mistökunum verði maður klókur/vitur“). Flestir hugsa hins vegar ekkert um þetta spakmæli þegar kemur að hæfileikaríkasta fólkinu á tilteknu sviði. Í golfheiminum er talið að íþróttamenn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson séu jafn hæfileikaríkir með kylfuna líkt og endurreisnarlistamaðurinn Michelangelo var með málningarpensilinn á sínum tíma. Skv. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

