Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 07:00

GR: Landið opnar í dag – Korpan opnar fyrir utanfélagsmenn 18. maí n.k.

Fyrstu tvær (hefðbundnu) lykkjur Korpúlfsstaðarvallar,  Sjórinn og Áin, opnuðu formlega sunnudaginn 4. maí s.l.

Tekin var sú ákvörðun að hvíla Landið til að byrja með.

Nú er svo komið að sá hluti vallarins er klár fyrir komandi sumar.

Landið opnar því formlega fyrir félagsmenn GR í dag, fimmtudaginn 15. maí. Frá og með þriðjudeginum 13. maí hafa félagsmenn GR getað bókað 18 holur eða 9 holur á Korpúlfsstaðavelli á www.golf.is

Korpúlfsstaðavöllur er ennþá eingöngu opinn fyrir félagsmenn GR – Opnað verður fyrir utanfélagsmenn frá og með sunnudeginum 18. maí nk.