Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2014 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 10. sæti eftir 1. dag NAIA National Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner hófu í gær leik á NAIA National Championship.

Mótið fer fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída.  Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum.

Eftir 1. dag er Hrafn á 2. besta skori Faulkner liðsins, en hann lék  1hring á 1 undir pari, 71 glæsihöggi!  Í einstaklingskeppninni deilir Hrafn 10. sætinu, sem er stórglæsilegur árangur!!!

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Faulkner er í  deilir 2. sæti í liðakeppninni með Grand View University  er aðeins 1 höggi á eftir College of Coastal Georgia (fyrrum háskóla Dustin Johnson).

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: