Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 01:00

GKG: Hádegisnámskeið fyrir félagsmenn

Á næstu dögum hefjast hádegisnámskeið sem fara fram á æfingasvæði GKG, undir handleiðslu Hauks Más Ólafsson, PGA golfkennaranema. Haukur tók nýlega við þjálfun barna og unglinga í GKG, en félagsmenn geta einnig pantað einkatíma hjá honum í sumar.

Um er að ræða þriggja skipta námskeið þar sem lögð er áhersla á að undirbúa þátttakendur fyrir golfsumarið sem er að hefjast, og verður hægt að bóka á eftirfarandi dögum:

Mánudögum 19.5, 26.5, 2.6
Þriðjudögum 20.5, 27.5, 3.6
Miðvikudögum 21.5, 28.5, 4.6
Fimmtudögum 22.5, 29.5, 5.6
Föstudögum 23.5, 30.5, 6.6

Skráning fer fram rafrænt á heimasíðu GKG, einfaldlega með því að SMELLA HÉR: og velja námskeið.

Lágmarksfjöldi er 3 per námskeið og hámarksfjöldi 5 manns.

Verð per þátttakanda er kr. 7.500 og eru æfingaboltar innifalnir.