Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 07:30
Eimskipsmótaröðin (4): Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag!

Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og er þetta 4. mótið af 7 á Eimskipsmótaröðinni. Meðal þátttakenda í þessu 4.móti Eimskipsmótaraðarinnar eru 32 kvenkylfingar, sem er frábært hlutfall kvenkylfinga í golfmóti!!! Konurnar eru ræstar út frá kl. 7:30 í dag í Sandvíkinni, meðan karlarnir fara út af 1. teig. Nú er um að gera að koma á Íslandsmótið í holukeppni og fylgjast með okkar bestu kylfingum, en meðal keppanda er m.a. sigurvegari á 3. Eimskipsmótinu í ár: atvinnumaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Fylgjast má með skori keppanda með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 07:00
EuroPro: Ólafur Björn úr leik

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í móti á EuroPro mótaröðinni sem fram fer á Frilford Heath golfvellinum. Hann komast ekki í gegnum niðurskurð í gær eftir að hafa leikið 2. hring á 5 yfir pari, 77 höggum. Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (73 77) og er úr leik í mótinu þ.e. komst ekki í gegnum niðurskuðr Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Frilford Heath með því að SMELLA HÉR: Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi um 2. dag mótsins: „Ég spilaði fremur varfærnislega þar sem ég var að sjá völlinn í fyrsta skipti. Ég var að keppa á æfingadeginum (mánudag) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 01:00
PGA: Högg 1. dags á Quicken Loans

Högg 1. dags á Quicken Loans mótinu, sem hófst í gær á átti Suður-Afríkumaðurinn Rory Sabbatini. Sabbatini chippaði af 11 metra færi fyrir utan flöt, á par-5 9. holunni og höggið fór beint í holu fyrir fugli! Höggið var valið högg 1. dags á Quicken Loans af PGA Tour. Sjá má glæsi-chipp Sabbatini með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 00:20
PGA: Chalmers efstur á Quicken Loans e. 1. dag – Hápunktar í leik Tiger

Það er Greg Chalmers sem leiðir eftir 1. dag Quicken Loans, en hann lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum. Öðru sætinu deila Rickie Barnes og Freddie Jacobson, 1 höggi á eftir Chalmers þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum, hvor. Tiger Woods er að spila í sínu fyrsta móti eftir bakuppskurð og er á 3 yfir pari, 74 höggum og í 83. sætinu af 120 keppendum og ljóst að hann verður að bæta sig í dag ætli að hann komast í gegnum niðurskurð. Spurning hvort þátttaka í hörkumóti á PGA Tour of fljótt eftir bakuppskurðinn, geri mikið fyrir sjálfstraust Tiger og vonandi að hann ofgeri ekki bakinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 20:45
Afmæliskylfingar dagsins: Símon Leví og Benedikt Árni – 26. júní 2014

Það eru þeir Benedikt Árni Harðarson, GK og Símon Leví Héðinsson, GOS, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og því 19 ára, en Símon Leví er fæddur 26. júní 1996 og því 18 ára. Báðir eru góðir kylfingar, sem m.a. spila eða hafa spilað á Íslandsbankamótaröðinni. Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Símon Levi (18 ára) Benedikt Árni Harðarson (19 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956;Pamela Wright, 26. júní 1964 (50 ára stórafmæli); Joanne Bannerman (áströlsk), 26. júní 1974 (40 ára); Colt Knost, 26. júní 1985 (29 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 20:00
Sigurður Arnar í 1. sæti eftir. 2. dag í Finnlandi – Íslensku keppendurnir bættu sig!!!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er í 1. sæti eftir 2. dag Finnish International Junior Championship. Hann bætti sig um 1 högg frá því á fyrsta degi, þar sem hann var í 2. sæti. Á hringnum fékk Sigurður Arnar 3 fugla og 4 skolla. Sjá má stöðuna í Finnish International Junior Championship með því að SMELLA HÉR: Strákaflokkur 14 ára og yngri (þátttakendur eru 48): Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 3 yfir pari, (74 73), 1. sæti – Bætti sig um 1. höggi!!! Kristófer Karl Karlsson, GKj, 12 yfir pari, (82 74), T-6 – Bætti sig um 8 högg!!! Ingvar Andri Magnússon, GR, 12 yfir pari, (75 81), T-6 Ingi Rúnar Birgisson, GKG, 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Chesson Hadley (23/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 3. sæti, en það er Chesson Hadley. Hadley tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 3. sæti þ.e. sama sæti og hann náði í gegnum peningalistann. Chesson Hadley fæddist 5. júlí 1987 í Raleigh, Norður-Karólínu og er því 26 ára. Hadley byrjaði í golfi 6 ára og var búin að brjóta par 13 ára. Hann er sonur Russell og Ednu Ruth Hadley. kynntist konu sinni Amöndu í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 11:30
Tiger finnst hann gamall

Tiger Woods virðist sáttur við að dýrðardagar hans þar sem hann réði lögum og lofum á golfvellinum séu liðnir. Tiger, 38 ára, vann 14 risatitla á ferli sínum á árunum 1997-2008, en hefir síðan þá m.a. strögglað við meiðsli og afleiðingar af skipsbroti hjónabands síns, fyrir opnum tjöldum alheimspressunnar. Á hápunkti ferils síns var hann fullur orku og næsta einráður nú finnst honum hann gamall. „Mér finnst ég gamall“ sagði hann í viðtali s.l. þriðjudag. „Þessi kínverski krakki (Guan Tianlang) sem spilaði á Masters á síðasta ári (14 ára) fæddist eftir að ég vann mótið í fyrsta sinn og það er bara ekki svalt.“ „Það er svona sem framtíðin er; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 10:00
Evrópumótaröðin: BMW Int. Open hefst í Köln í dag – Fylgist með á skortöflu!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni að þessu sinni er BMW International Open, sem fram fer í Golf Club Gut Lärchenhof. Sá sem á titil að verja er Ernie Els. Margir frábærir kylfingar eru meðal keppenda í mótinu m.a. meistari Opna bandaríska, „heimamaðurinn“ Martin Kaymer. Fylgjast má með skori keppenda á skortöflu með því að SMELLA HÉR
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 09:00
Mörg góð skor hjá íslensku krökkunum í Finnlandi – Sigurður Arnar í 2. sæti – Ingvar Andri og Fannar Ingi í 3. sæti e. 1. dag

Golf 1 greindi frá því í gær að 17 íslenskir unglingar taki þátt í Finnish International Junior Championship styrktu af Finnair. Mótið stendur 25.-27. júní og fer fram á Cooke golfvelli Vierumäen Golfseura, í Finnlandi. Sjá má stöðuna í Finnish International Junior Championship með því að SMELLA HÉR: Íslensku þátttakendurnir eru 4 í telpnaflokki, 5 í strákaflokki og 8 í drengjaflokki. Af íslensku keppendunum er nýkrýndur Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki Sigurður Arnar Garðarsson að standa sig best en hann er í 2. sæti í sínum flokki eftir 1. dag. Fast á hæla hans, aðeins 1 höggi á eftir er Ingvar Andri Magnússon, GR. Íslandsmeistarinn okkar í drengjaflokki, sem er margæfður í keppnum Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

