Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 07:30

Eimskipsmótaröðin (4): Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag!

Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og er þetta 4. mótið af 7 á Eimskipsmótaröðinni.

Meðal þátttakenda í þessu 4.móti Eimskipsmótaraðarinnar eru  32 kvenkylfingar, sem er frábært hlutfall kvenkylfinga í golfmóti!!!

Konurnar eru ræstar út frá kl. 7:30 í dag í Sandvíkinni,  meðan karlarnir fara út af 1. teig.

Nú er um að gera að koma á Íslandsmótið í holukeppni og fylgjast með okkar bestu kylfingum, en meðal keppanda er m.a. sigurvegari á 3. Eimskipsmótinu í ár: atvinnumaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

Fylgjast má með skori keppanda með því að SMELLA HÉR: