Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2014 | 20:45

Afmæliskylfingar dagsins: Símon Leví og Benedikt Árni – 26. júní 2014

Það eru þeir Benedikt Árni Harðarson, GK og Símon Leví Héðinsson, GOS, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og því 19 ára, en Símon Leví er fæddur 26. júní 1996 og því 18 ára. Báðir eru góðir kylfingar, sem m.a. spila eða hafa spilað á Íslandsbankamótaröðinni.

Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:

 

Símon Levi (18 ára)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956;Pamela Wright, 26. júní 1964 (50 ára stórafmæli); Joanne Bannerman (áströlsk), 26. júní 1974 (40 ára); Colt Knost, 26. júní 1985 (29 ára) ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is