Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 06:00
LPGA: Lewis vann Walmart NW Championship

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis, stóð uppi sem sigurvegari á Walmart NW Championship. Hún lék samtals á 12 undir pari, 201 höggi (70 66 65). Þetta er 3. sigur Lewis á LPGA í ár og fyrir hann fékk hún $ 300.000,- . Stacy hafði svo að segja flestalla áhangendur á sínu bandi en hún var í háskóla í Arkansas og margir komnir til að hvetja hana áfram. Eftir sigurinn sagði Stacy m.a.: „Þegar ég kom fyrst hingað í skólann var ég virkilega feimin, en það hefir vaxið af mér gegnum árin. …. Ég hef fundið að þeim mun meiri samskipti sem ég á við áhangendur, þeim mun Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 05:30
Champions Tour: Langer sigraði á the Constellation Champions e. bráðabana við Jeff Sluman – Hápunktar 4. dags

Þýski kylfingurinn Bernhard Langer sigraði á the Constellation Senior Players Championship sem lauk í Fox Chapel golfklúbbnum, 29. júní 2014 í Pittsburgh, Pennsylvaníu. Áður var hann þó búinn að gefa frá sér 4 högga forystu, sem hann var með fyrir lokahringinn, sem er óvenjulegt fyrir hann. „Þetta var svo ólíkt mér“ sagði Langer að sigri loknum. „Venjulega er ég aðeins stöðugri.“ Langer lék samtals á 15 undir pari, 265 höggum líkt og Jeff Sluman; Langer (65 64 66 70) og Sluman (69 67 64 65) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Langer sigraði á 2. holu bráðabanans, en spila þurfti 18. holu Congressional tvisvar þar til úrslit fengust. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 05:00
PGA: Justin Rose sigraði á Quicken Loans mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, sem sigraði á Quicken Loans National mótinu. Rose lék á samtals 4 undir pari, 280 höggum, líkt og Shawn Stefani; Rose (74 65 71 70) en Stefani (74 68 68 70). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Rose og Stefani, sem Rose sigraði í þegar á 1 holu þegar hann fékk par en Stefani skramba. Þriðja sætinu deildu Ben Martin og Charley Hoffman 1 höggi á eftir þeim Rose og Stefani. Til þess að sjá lokastöðuna á Quicken Loans National mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Quicken Loans National mótsins SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 23:00
Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Kolbeinsdóttir – 29. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Kolbrún Kolbeinsdóttir. Kolbrún er fædd 29. júní 1964 og á því stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kolbrúnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kolbrún Kolbeinsdóttir (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (61 árs); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (38 ára); Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. júní 1998 (16 ára – Var einn af 17 unglingum sem þátt tóku í Finnish International Junior Championship) ….. og …… Egill Ragnar Gunnarsson (18 ára) Hans Steinar Bjarnason (41 árs) Þórir Tony Guðlaugsson (45 ára) Sigurður Pétursson (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 20:30
Eimskipsmótaröðin (4): Tinna er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014!!!

Það er Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, sem er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014! Tinna sigraði keppinaut sinn í úrslitaviðureigninni, Karenu Guðnadóttur, GS, nokkuð örugglega 5&4, á 14. flöt. Í 8 manna úrslitum sigraði Tinna, Berglindi Björnsdóttur, GR, 3&1 og í undanúrslitunum í morgun vann Tinna frænku sína Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, 2&1. Í leik um 3. sætið sigraði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Heiðu Guðnadóttur, GKJ, 2&0. Íslandmeistari kvenna í holukeppni 2014, Tinna Jóhannsdóttir er fædd 17. maí 1986 og er því 28 ára. Tinna byrjaði í golfi 12 ára, eftir að hafa farið á námskeið hjá Keili. Þetta er ekki fyrsti Íslandsmeistaratitill Tinnu en hún varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 18:00
Eimskipsmótaröðin (4): Kristján Þór Einarsson er Íslandsmeistari í holukeppni 2014!!!

Kristján Þór Einarsson, GkJ, vann Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni 2014, nú síðdegis á gamla heimavelli sínum, en Kristján Þór þekkir Hvaleyrina mjög vel; varð m.a. klúbbmeistari Keilis 2012 s.s. mörgum er í fersku minni, eftir eitt lengsta umspil í sögu klúbbsins og rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Þetta ár 2012 urðu Kristján Þór og Tinna Jóhannsdóttir, GK einmitt bæði klúbbmeistarar Keilis og í dag eru þau Íslandsmeistarar í holukeppni á vellinum, sem þau þekkja svo vel! Segja má að Kristján Þór sé vel að sigrinum kominn því hann sigraði besta/forgjafarlægsta kylfing Íslands, sjálfan Birgi Leif Hafþórsson, GKG, í 8 manna úrslitum, 2&0 og síðan Harald Franklín Magnús, GR Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 17:00
Eimskipsmótaröðin (4): Kristján Þór og Tinna Íslandsmeistarar í holukeppni 2014!

Nú rétt í þessu var verið að krýna Kristján Þór Einarsson, GKJ og Tinnu Jóhannsdóttur, GK Íslandsmeistara í holukeppni 2014. Meiri umfjöllun um Íslandsmótið í holukeppni verður hér á Golf 1 í kvöld. Helstu úrslit í Íslandmótinu í holukeppni voru þessi: 1. sæti Kristján Þór Einarsson, GKJ, Íslandsmeistari í holukeppni 2014. 2. sæti Bjarki Pétursson, GB. 3. sæti Stefán Már Stefánsson, GR. 4. sæti Haraldur Franklín Magnús, GR. Helstu úrslit í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni voru eftirfarandi: 1. sæti Tinna Jóhannsdóttir, GK, Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2014. 2. sæti Karen Guðnadóttir, GS. 3. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. 4. sæti Heiða Guðnadóttir, GKJ.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 15:00
Evróputúrinn: Fabrizio Zanotti sigraði í Köln… e. 4 manna bráðabana

Fabrizio Zanotti varð í dag fyrsti kylfingurinn frá Paraguay til þess að sigra á móti á Evrópumótaröðinni. Það gerði hann nú á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, BMW International Open, sem fram fór á Golf Club Gut Lärchenhof, hjá Köln í Þýskalandi. Eftir hefðbundnar 72 holur voru 4 kylfingar efstir og jafnir á samtals 19 undir pari, 269 högg: Zanotti, Rafa Cabrera-Bello, Grégory Havret og Henrik Stenson. Það kom því til 4 manna bráðabana, þar sem þurfti 5 holu leik til þess að gera út um leikinn. Á fyrstu holu, sem spiluð var aftur og aftur par-4 18. holunni, fengu allir par. Á 2. holu datt Havret út þar sem hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 12:45
Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Kristján Þór og Bjarki – Tinna og Karen keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitlana í holukeppni!

Í morgun fóru fram undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá undanúrslitunum með því að SMELLA HÉR: Í karlaflokki mættust Kristján Þór Einarsson, GKJ og Haraldur Franklín Magnús, GR annars vegar og Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB hins vegar. Leik Kristján Þórs og Haraldar Franklín lauk með sigri Kristjáns Þór 2&1. Bjarki vann Stefán Má á 20. holu Í kvennaflokki mættust systurnar Karen, GS og Heiða, GKJ Guðnadættur og þar hafði Karen betur 4&3. Í hinum leiknum mættust frænkurnar og heimakonurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Tinna Jóhannsdóttir, GK og þar sigraði Tinna 2&1. Úrslitaleikirnir eru hafnir en þar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 07:00
Peter Kostis greinir sveiflu Freddie Jacobson

Fredrik Jacobson er sænskur kylfingur sem spilar á PGA mótaröðinni bandarísku. Jacobson er fæddur 26. september 1974 og verður þvi 40 ára á árinu. Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 20 árum og hefir á ferli sínum 1 sinni sigrað á PGA mótaröðinni og 3 sinnum á Evrópumótaröðinni. Besti árangur á risamótum er T-5 árangur á Opna bandaríska. Freddie er nú í fréttum vegna þess hversu vel honum er að ganga á Quicken Loans National mótinu á PGA mótaröðinni, en fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag, deilir hann 3. sætinu með Seung-Yul Noh og er meðal þeirra sem eiga raunhæfan möguleika að sigra í mótinu. Peter Kostis er golfskýrandi Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

