Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 06:00

LPGA: Lewis vann Walmart NW Championship

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis,  stóð uppi sem sigurvegari á Walmart NW Championship.

Hún lék samtals á 12 undir pari, 201 höggi (70 66 65).

Þetta er 3. sigur Lewis á LPGA í ár og fyrir hann fékk hún $ 300.000,- .  Stacy hafði svo að segja flestalla áhangendur á sínu bandi en hún var í háskóla í Arkansas og margir komnir til að hvetja hana áfram.

Eftir sigurinn sagði Stacy m.a.: „Þegar ég kom fyrst hingað í skólann var ég virkilega feimin, en það hefir vaxið af mér gegnum árin. …. Ég hef fundið að þeim mun meiri  samskipti sem ég á við áhangendur, þeim mun afslappaðri er ég og nýt meira þess sem ég er að reyna að gera.“

Í 2. sæti voru 3 kylfingar: hin unga Lydia Ko frá Nýja- Sjálandi; Cristie Kerr og Angela Stanford; allar aðeins 1 höggi á eftir Lewis.

Til þess að sjá lokastöðun aá Walmart NW Championship SMELLIÐ HÉR: