Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 15:00
GF: Hlynur Bergsson og Bergur Konráðsson sigruðu á Opna Golfdeginum

Laugardaginn s.l., 5. júlí 2014, fór fram Texas scramble mót á Selsvelli, Golfdagurinn 2014. Keppendur voru rúmlega 60 talsins, leikinn var höggleikur með forgjöf. Úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti – Hlynur Bergsson og Bergur Konráðsson – 61 högg 2. sæti – Guðbjörg Elín og Bragi Þorsteinn – 64 högg 3. sæti – Elías Kristjánsson og Jórunn Lilja – 65 högg 4. sæti – Jón Karlsson og Einar Karl – 67 högg 5. sæti – Hergeir Elíasson og Anna Guðmundsdóttir – 68 högg Næst holu: 2. hola – Jónas Ragnarsson, 1,41 m. 5. hola – Elías Kristjánsson, 12,20 m. 9. hola – Jón Snorrason, 1,98 m. 11. hola – Ragnar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 13:30
GSS: Guðlaug María sigraði í Opna kvennamóti GSS

Í gær fór fram eitt alflottasta kvennamót í golfinu og þótt víðar væri leitað: Opna kvennamót GSS. Kvennanefnd GSS, sem hefir veg og vanda að undirbúningnum safnar glæsilegum verðlaunum á risastórt verðlaunahlaðborð og fer enginn þátttakandi tómhentur úr mótinu. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni og sú sem er með flesta punkta velur fyrst af hlaðborðinu og síðan sú sem er með næstflesta og svo koll af kolli… Auk þess eru veitt nándarverðlaun og allskyns skemmtileg aukaverðlaun m.a. fyrir að fara sem oftast í vatn á Hlíðarenda (glæsileg silungsverðlaun) og sú sem er með flestar 6-ur hefir á undanförnum árum ævinlega hlotið glæsileg undirföt. Úrslitin Opna kvennamóts GSS voru þau að Guðlaug María Óskarsdóttir, GA sigraði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 08:00
PGA: Cabrera sigurvegari Greenbrier Classic – Hápunktar 4. dags

Það var argentínski kylfingurinn Ángel Cabrera sem stóð uppi sem sigurvegari í White Sulphur Springs á Greenbrier Classic mótinu. Cabrera lék á samtals 16 undir pari, 264 höggum (68 68 64 64). Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn George McNeill 2 höggum á eftir Cabrera og í 3. sæti varð Webb Simpson á samtals 10 undir pari. Fjórða sætinu deildu 7 kylfingar, þ.á.m. sá sem búinn var að leiða alla mótsdagana Billi Hurley III, en einnig Keegan Bradley og Brendon Todd. 4- sætis kylfingarnir léku allir á 9 undir pari, eða 7 höggum lakar en Cabrera. Skor Hurley var 9 undir pari, 271 högg (68 63 67 73) – Hurley Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 07:56
LET: IK Kim sigraði á European Ladies Masters

Það var In Kyung Kim frá Suður-Kóreu, sem sigraði á ISPS HANDA European Ladies Masters í Buckinghamshire golfklúbbnum í gær. Sigur IK Kim var nokkuð öruggur en hún átti 5 högg á næsta keppanda, Nicki Campbell frá Ástralíu. Sigurskor Kim var 18 undir pari, 270 högg (71 68 63 68) en Campbell var á 13 undir pari 275 höggum (72 68 68 67). Þetta er fyrsti sigur Kim á LET frá árinu 2009. Í 3. sæti á samtals 11 undir pari, voru þær Caroline Masson frá Þýskalandi, Lee Anne Pace frá Suður-Afríku og Stephanie Meadow frá Englandi. Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS HANDA European Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 07:30
Evrópumótaröðin: GMac sigraði í París – Hápunktar 4. dags

Það var norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) sem sigraði glæsilega á Alstom Open de France í gær. GMac átti frábæran lokahring upp á 4 undir pari, 67 högg og lék samtals á 5 undir pari, 279 höggum (70 79 73 67). „Ég er mjög undrandi“ sagði McDowell í gær eftir að hafa nælt sér í 10. Evróputitil sinn. „þegar ég var að klára 2. glasið af rauðvíni í gær (þ.e. á laugardeginum og var vonsvikinn yfir seinni 9 hjá mér 2. daginn þá hélt ég virkilega ekki að ég myndi standa hér með a) möguleika á bráðabana og b) sigurbikarinn í höndum mér.“ GMac var heilum 8 höggum á eftir þeim Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 22:00
Viðtalið: Kjartan Páll Einarsson, GMS

Viðtalið í kvöld er við formann mótanefndar hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Hann ásamt Ernu Guðmundsdóttur sá um að allt færi fram í sómanum á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Víkurvelli í Stykkishólmi 23. júní s.l. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Kjartan Páll Einarsson Klúbbur: Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi (GMS). Hvar og hvenær fæddistu? 16. apríl 1956 Þórisholti í Mýradal. Hvar ertu alin upp? Í Þórisholti. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er útibússtjóri Arion banka í Stykkishólmi og formaður mótanefndar GMS. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Konan og 2 dætur spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 1999-2000. Hvað varð til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórhalla Arnardóttir – 6. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhalla Arnardóttir. Þórhalla er fædd 6. júlí 1964 og því stórafmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Öndverðarness. Þórhalla er gift Kolbeini Guðjónssyni. Þau hjón hafa m.a. tekið þátt í Hjóna- og parakeppni Lostætis og Hótel Akureyrar og ávallt staðið sig vel. Komast má á facebook síðu Þórhöllu hér að neðan til þess að að óska henni til hamingju með merkisafmælið: Þórhalla Arnardóttir (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Ossie Moore, 6. júlí 1958 (56 ára – leikur á ÁstralAsíu túrnum); Lauri Merten, 6. júlí 1960 (54 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (36 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 14:59
GL: Gunnar Guðjónsson og Magnús Arnarsson sigruðu á Opna Guinness

Opna Guinness golfmótið var haldið í gær, laugardaginn 5. júlí 2014, á Garðavelli. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1.sæti: gogo (Gunnar Guðjónsson / Magnús Arnarsson) # 66 högg 2.sæti: HKB (Birgir Guðjónsson/Stefán Már Stefánsson) # 67 högg (betri á seinni níu) 3.sæti: 8unda undur veraldar í golfkennslu (Björn Bergmann Þórhallsson / Jón Alfreðsson) # 67 högg Nándarverðlaun á par 3 brautum: 3.braut: Stefán Már Stefánsson 4.15m 8.braut: Gunnar Torfason 6.86m 14.braut: Tryggvi Bjarnason 6.78m 18.braut: Kjartan Sigurðsson 5.21m Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL. Leynir vill þakka Ölgerðinni, Slippbarnum og Icelandair hótel Reykjavík Marina fyrir stuðninginn en 84 keppendur tóku þátt.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 14:00
Rory tvítar mynd af Royal Liverpool

Opna breska risamótið stendur dagana 17.-20. júlí og fer í ár fram á Royal Liverpool golfvellinum í Englandi. Rory McIlory er þegar mættur og farinn að æfa sig. Hann tvítaði myndina hér að ofan, sem fylgir fréttinni og tvítaði: „Frábær dagur á Royal Liverpool. Er mættur snemma að æfa fyrir Opna breska.“
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 12:00
Hver er kylfingurinn: Ángel Cabrera?

Það er ekki bara argentínska landsliðið í fótbolta með Messi innanborðs sem er að kveða sér hljóðs í íþróttapressunni eftir glæsilegan sigur á Belgum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Brasilíu í gær ; gamla argentínska brýnið Ángel Cabrera situr nú í 2. sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, Greenbrier Classic og gaman að sjá hvort honum tekst að landa 52 sigri sínum sem atvinnumanni í kvöld? En hver er kylfingurinn Cabrera? Ángel Cabrera fæddist 12. september 1969 á Córdoba í Argentínu og er því 44 ára. Hann hefir spilað bæði á Evróputúrnum og PGA Tour. Á spænsku er viðurnefni hans „El Pato“ sem þýða má sem „öndin“ á Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

