Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 08:00

PGA: Cabrera sigurvegari Greenbrier Classic – Hápunktar 4. dags

Það var argentínski kylfingurinn Ángel Cabrera sem stóð uppi sem sigurvegari í White Sulphur Springs á Greenbrier Classic mótinu.

Cabrera lék á samtals 16 undir pari, 264 höggum (68 68 64 64).

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn George McNeill 2 höggum á eftir Cabrera og í 3. sæti varð Webb Simpson á samtals 10 undir pari.

Fjórða sætinu deildu 7 kylfingar, þ.á.m. sá sem búinn var að leiða alla mótsdagana Billi Hurley III, en einnig Keegan Bradley og Brendon Todd.

4- sætis kylfingarnir léku allir á 9 undir pari, eða 7 höggum lakar en Cabrera.  Skor Hurley var 9 undir pari, 271 högg (68 63 67 73) – Hurley lék ekkert sérlega illa á lokahringnum en átti ekkert svar við frábærum hring Cabrera upp á 64 högg.

Til þess að sjá lokastöðuna á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: