IK Kim
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2014 | 07:56

LET: IK Kim sigraði á European Ladies Masters

Það var In Kyung Kim frá Suður-Kóreu, sem sigraði á ISPS HANDA European Ladies Masters í Buckinghamshire golfklúbbnum í gær.

Sigur IK Kim var nokkuð öruggur en hún átti 5 högg á næsta keppanda, Nicki Campbell frá Ástralíu.

Sigurskor Kim var 18 undir pari, 270 högg (71 68 63 68) en Campbell var á 13 undir pari 275 höggum (72 68 68 67).

Þetta er fyrsti sigur Kim á LET frá árinu 2009.

Í 3. sæti á samtals 11 undir pari, voru þær Caroline Masson frá Þýskalandi, Lee Anne Pace frá Suður-Afríku og Stephanie Meadow frá Englandi.

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS HANDA European Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: