Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 20:00

Faldo: Spegill, spegill herm þú mér hver er fegarstur í landi hér?

Spegill, spegill tjáðu mér hver er fegarsti fjölmiðlamaðurinn í landi hér? Það náðist alveg kostuleg mynd af Nick Faldo á 3. hring WGC Bridgestone Invitational í dag. Það var úrhellisrigning og leikur tafðist aðeins á heimsmótinu, en meðan á töfinni stóð rann yfir risaskjá á WGC Bridgestone myndt af Nick Faldo þar sem hann var með risaspegil og að greiða sig rétt áður en hann færi í loftið á CBS. Tiger Woods var þá á 16. flöt og lét myndina trufla sig eitt andatak. Eftir hringinn sagði Tiger að sér hefði þótt myndin svo fyndin að hann hefði þurft heilar 3 mínútur að jafna sig við að sjá Faldo renna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 18:00

PGA: Tiger hryssingslegur við upptökumann á Bridgestone mótinu – Myndskeið

Tiger Woods misst stjórn á skapi sínu við sjónvarpstökumann, sem var að taka upp leik Tiger á WGC Bridgestone Invitational. Þannig var að tökumaðurinn var kominn of nálægt fyrir smekk Tiger, þannig að hann bað hann hryssingslega á ensku að gefa sér smá„ andrými.“ eða eins og hann sagði á ensku: „You guys give me a little fu***** space.“ Þetta hefir vakið heilmikla fjölmiðlaumfjöllun yfir hversu lítið svalt það sé af jafnmikilli stórstjörnu og Tiger að nota blótsyrði og missa sig svona, því ef hann lætur umhverfið hafa svona stjórn á sér, þá  setur hann niður. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Eyþór Árnason – 2. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Eyþór Árnason (60 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA);  Bill Murchison Jr, 2. ágúst 1958 (55 ára); Caroline Pierce,  2. ágúst 1963 (50 ára stórafmæli!!!), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Þórunn Andrésdóttir, Þórunn Andrésdóttir, 2. ágúst 1970; Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst 1970 (44 ára) …. og … Jóga Stúdíó (33 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 14:00

Dustin Johnson í framhjáhaldi með eiginkonum 2 PGA Tour leikmanna

Það á ekki af aumingja Dustin Johnson að ganga. Hann er svo sannarlega að stimpla sig inn sem einn af „slæmu strákunum“ á PGA Tour. Ekki er lengra síðan í gær en að fréttir bárust um fíkniefnaneyzlu hans, sem hann ætlar sér nú að leita bót og betrunar á, heldur en að það birtast framhjáhaldssögur um DJ. Þessu hefir að sögn verið haldið leyndu fyrir almenningi, en er að sögn vel kunnugt innan raða PGA Tour. Það er golffréttamaðurinn Robert Lusetich sem kemur fram með þessa frétt en hann tvítaði eftirfarandi á samfélagmiðlunum: „Not a huge secret either that #DustinJohnson had affairs with 2 wives of PGA Tour players. One Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 12:00

Verslunarmannahelgin er mikil golfhelgi

Það er ljóst að kylfingar nýta Verslunarmannahelgina vel til golfleiks og eru fjöldamörg mót um allt land um helgina. Dalvíkingar halda Davíkurskjálftann um helgina og þar eru 80 kylfingar skráðir til leiks. Norðfirðingar halda mót í tengslum við Neistaflugið á Neskaupstað og fjöldi hátíðargesta hafa skráð sig til leiks. Á Akureyri er Verslunarmannabomban, stórmót á vegum GA. Mýrarboltamótið á Ísafirði er vel sótt og Opin mót í Kiðjabergi og í Borgarnesi eru vel nær full bókuð. Á sjálfan verslunarmannafrídaginn er Shootoutið á Nesinu, sem er árviss viðburður í mótahaldi hér á landi og eitt fjölsóttasta golfmót ársins af áhorfendum og eins eru nokkur opin mót þann dag sem eru vinsæl Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 10:00

Úrslit í Unglingalandsmóti UMFÍ

Í gær lauk golfkeppni Unglinalandsmóts UMFÍ.  Helstu úrslit voru eftirfarfandi: Piltar 16-18 ára 1 Jóhannes Guðmundsson GR 5 F 41 41 82 10 82 82 164 20 2 Aðalsteinn Leifsson GA 6 F 40 44 84 12 80 84 164 20 3 Elvar Ingi Hjartarson GSS 6 F 40 43 83 11 85 83 168 24   Stúlkur 16-18 ára 1 Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 12 F 44 40 84 12 85 84 169 25 2 Erla Marý Sigurpálsdóttir GÓ 28 F 57 54 111 39 115 111 226 82   Drengir 14-15 ára 1 Kristján Benedikt Sveinsson GA 2 F 37 35 72 0 82 72 154 10 2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 08:00

GSG: Kirkjubólsvöllur í frábæru ástandi!

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði er í frábæru ástandi og tilvalið fyrir golfara að skella sér í útilegu um verslunarmannahelgina í Sandgerði. Þar er alltaf ró og næði og menn geta spilað 18 holur á 2 tímum eða 6 tímum eftir smekk. Ekkert stress!  


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 06:00

PGA: Sergio Garcia efstur – Rose í 2. sæti á WGC Bridgestone Invitational í hálfleik

Það er Sergio Garcia, sem er í efsta sæti á WGC Bridgestone Invitaional. Garcia lék á samtals 11 undir pari, 129 höggum (68 61)  þ.e. átti glæsilegan 2. hring upp á 61 högg!!! Þremur höggum á eftir í 2. sæti er enski kylfingurinn, Justin Rose á samtals 8 undir pari, 132 höggum (65 67). Þriðja sætinu deila síðan Rory McIlroy og Marc Leishman á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á WGC Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á WGC Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 04:00

Dustin Johnson í 6 mánaða keppnisbann vegna kókaínneyslu

Dustin Johnson (DJ) hefir hlotið 6 mánaða keppnisbann á PGA Tour vegna þess að hann féll á lyfjaprófi, sem reyndist jákvætt fyrir kókaíni, segir á Golf.com DJ tilkynnti s.l. fimmtudag að hann ætlaði að taka sér leyfi til þess að fást við „persónulega þætti í einkalífi sínu“. Skv. heimildarmanni Golf.com hefir DJ þegar fallið á tveimur kókaínprófunum, einu árið 2012 og hinu nú í ár.  Eins féll hann á marijuana prófi árið 2009. Heimildarmaður Golf.com sagði einnig að DJ hefði farið í bann 2012 vegna eiturlyfjaneyslu sinnar án þess að PGA Tour hefði gert það opinbert, en borið við að hann þyrfti að taka sér leyfi vegna bakmeiðsla, sem hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagisns: Nökkvi Gunnarsson – 1. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Nökkvi Gunnarsson. Nökkvi er fæddur 1. ágúst 1976 og því 38 ára í dag. Nökkvi er í Nesklúbbnum, er útskrifaður PGA golfkennari klúbbsins og  Íslandsmeistari 35+, árið 2012.  Nökkvi sigraði þetta ár, þ.e. 2012 í mörgum opnum mótum, m.a. BYKO vormótinu á Nesinu, 1. maí mótinu á Hellu og 60 ára afmælismóti GHR.  Eins tók Nökkvi  þátt í mótum erlendis 2012; t.a.m. varð hann í 18. sæti ásamt bróður sínum, Steini Baugi, á sterku móti áhugamanna í Belgíu sem fram fór á Royal Waterloo golfvellinum, þ.e. 4Ball Club Trophy, í apríl 2012. Í fyrra  þ.e. 2013 og eins í ár 2014 varði Nökkvi  titil sinn í BYKO vomótinu Lesa meira