Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 04:00

Dustin Johnson í 6 mánaða keppnisbann vegna kókaínneyslu

Dustin Johnson (DJ) hefir hlotið 6 mánaða keppnisbann á PGA Tour vegna þess að hann féll á lyfjaprófi, sem reyndist jákvætt fyrir kókaíni, segir á Golf.com

DJ tilkynnti s.l. fimmtudag að hann ætlaði að taka sér leyfi til þess að fást við „persónulega þætti í einkalífi sínu“.

Skv. heimildarmanni Golf.com hefir DJ þegar fallið á tveimur kókaínprófunum, einu árið 2012 og hinu nú í ár.  Eins féll hann á marijuana prófi árið 2009.

Heimildarmaður Golf.com sagði einnig að DJ hefði farið í bann 2012 vegna eiturlyfjaneyslu sinnar án þess að PGA Tour hefði gert það opinbert, en borið við að hann þyrfti að taka sér leyfi vegna bakmeiðsla, sem hann hefði hlotið á skíðum.

Stutt yfirlýsing DJ og fréttatilkynning PGA Tour í kjölfarið – að þeir óskuðu DJ velfarnaðar og hlökkuðu til endurkomu hans – hefir skilið  félaga hans á túrnum eftir sjokkeraða og undrandi, sérstaklega vegna þess að ljóst er að DJ verður ekki með í Rydernum, en svona á persónulegri nótum þá missir DJ einnig af síðasta risamóti ársins PGA Championship, sem hefst í næstu viku.