Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 20:00

Faldo: Spegill, spegill herm þú mér hver er fegarstur í landi hér?

Spegill, spegill tjáðu mér hver er fegarsti fjölmiðlamaðurinn í landi hér?

Það náðist alveg kostuleg mynd af Nick Faldo á 3. hring WGC Bridgestone Invitational í dag.

Það var úrhellisrigning og leikur tafðist aðeins á heimsmótinu, en meðan á töfinni stóð rann yfir risaskjá á WGC Bridgestone myndt af Nick Faldo þar sem hann var með risaspegil og að greiða sig rétt áður en hann færi í loftið á CBS.

Tiger Woods var þá á 16. flöt og lét myndina trufla sig eitt andatak.

Eftir hringinn sagði Tiger að sér hefði þótt myndin svo fyndin að hann hefði þurft heilar 3 mínútur að jafna sig við að sjá Faldo renna fingrum í gegnum hár sitt og laga bindishnútinn!

„Það tók mig 3 mínútur að jafna mig á þessu,“ sagði brosandi Tiger, en Faldo er þekktur fyrir að finnast fátt sniðugra en að gagnrýna Tiger.