Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2014 | 14:00

Dustin Johnson í framhjáhaldi með eiginkonum 2 PGA Tour leikmanna

Það á ekki af aumingja Dustin Johnson að ganga.

Hann er svo sannarlega að stimpla sig inn sem einn af „slæmu strákunum“ á PGA Tour.

Ekki er lengra síðan í gær en að fréttir bárust um fíkniefnaneyzlu hans, sem hann ætlar sér nú að leita bót og betrunar á, heldur en að það birtast framhjáhaldssögur um DJ.

Þessu hefir að sögn verið haldið leyndu fyrir almenningi, en er að sögn vel kunnugt innan raða PGA Tour.

Það er golffréttamaðurinn Robert Lusetich sem kemur fram með þessa frétt en hann tvítaði eftirfarandi á samfélagmiðlunum:

„Not a huge secret either that had affairs with 2 wives of PGA Tour players. One broke up the marriage.“

Lausleg íslensk þýðing: „Það er ekki stórt leyndarmál heldur að Dustin Johnson átti í framhjáhaldi með 2 eiginkonum PGA Tour leikmanna. Ein þeirra lauk hjónabandi sínu með skilnaði.“

Nú er spáð og spekúlerað hverjar þessar tvær aumingjans konur eru, en fréttir um það eiga eflaust eftir að berast.