Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 15:35

4 íslenskir keppendur á Brabants Open

Þeir Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK;  Ísak Jasonarson, GK og Ragnar Már Garðarsson GKG, taka þátt í Brabants Open – Dutch Amateur Championship, sem hefst á morgun. Mótið fer fram the Eindhovensche Golf, Valkenswaard, dagana 15.-17. ágúst 2014. Sigurvegarinn í mótinu hlýtur m.a. keppnisrétt á KLM Championship, en mótið er hluti af Evróputúrnum. Fylgjast má með gengi íslensku keppendanna með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 15:31

Viltu gerast SNAG leiðbeinandi?

Þriðjudaginn 26. ágúst verður boðið upp á SNAG leiðbeinendanámskeið fyrir þá sem áhuga hafa á að verða SNAG leiðbeinendur. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að efla útbreiðslu golfíþróttarinnar meðal barna, unglinga, fullorðinna, fatlaðra og aldraðra. Íþróttakennarar, aðrir kennarar og starfsfólk menntastofnana sem hafa áhuga á að kenna SNAG golf í skólum eru sérstaklega velkomnir á námskeiðið. SNAG þýðir Starting New At Golf og hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn á síðasta árum. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að kenna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 13:50

Evróputúrinn: Aguilar, Björn og Dredge leiða í Danmörku

Made in Denmark mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram í Himmerland Golf & Spaa Resort í Álaborg dagana 14.-17. ágúst 2014. Snemma dags eru það heimamaðurinn með sexý skeggið Thomas Björn, Wales-verjinn Bradley Dredge og Chile-maðurinn Felipe Aguilar, sem leiða, en allir eru búnir að spila á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að fylgjast með stöðunni á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 11:00

Wozniacki: Tveir geta leikið sama leik

Rory McIlroy komst í fyrirsagnirnar þegar hann sagði að sambandsslitin við Caroline Wozniacki hafi hjálpað sér til að ná aukinni einbeitingu og það að hann hafi getað skuldbundið sig algerlega golfleik sínum hafi leitt til að hann hafi sigrað í tveimur risamótum á þessu ári. Þó það hljómi hörkulega þá voru orð McIlroy meira meint í þá veru að „hann hefði ekkert annað (við tíma sinn) að gera“  fremur en „Guði sé lof að ég sé laus úr sambandinu“. En tveir geta leikið sama leik. Þegar Rory og Caroline Wozniacki byrjuðu að deita fyrir 3 árum, 2011 var Wozniacki nr.  1 í kvennatennisnum. Sambandið þeirra sem gekk undir nöfnunum „Wozzilroy“,  „Rorniacki“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 09:00

Gamla hús Rory til leigu

Gamla húsið hans Rory McIlroy á Norður-Írlandi er ekki til sölu – það hefir þegar verið selt – en er nú til leigu af nýja eigandanum Gary McCausland, sem keypti eignina af Rory fyrir u.þ.b. $3 milljóna (u.þ.b. 345 milljónir íslenskra króna). McCausland sagði að hann hefði keypt eignina fyrir sig og fjölskyldu sína en nokkur eftirspurn ferðamanna hafi síðan verið eftir að fá að dvelja í húsi Rory.  Og af hverju ekki?  Húsið hefir allt til alls. Skv. grein í Belfast Telegraph fygir húsinu einkatjörn, flóðlýstur tennisvöllur, einkabío, þyrlupallur, einkabílstjóri og heitur pottur með kampavíni á pottbrúninni. McCausland er nú með húsið til leigu á 2.300.000,-  krónur á viku. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur hefur leik í dag á Vacon Open í Finnlandi

Sexfaldur Íslandsmeistari í högglleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik í dag  í Vacon Open mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, en Birgir Leifur hlaut boð um þátttöku. Mótið fer fram í Kytäjä Golf, Hyvinkää í Finnlandi og stendur dagana 14.-17. ágúst 2014. Kytäjä golfvöllurinn í Finnlandi er annálaður fyrir að vera frekar erfiður, jafnvel bestu kylfingum. Þórður Rafn Gissurarson, GR,  var á biðlista í mótið en ljóst er nú að hann er ekki meðal þátttakenda. Til þess að fylgjast með Birgi Leif í Finnlandi  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:30

Tiger ekki með í Ryder Cup

Tiger Woods hefir upplýst the PGA of America og  fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins Tom Watson um að hann gefi ekki kost á sér í Ryder Cup. Tom Watson var áður búinn að gefa það út að hann eftirléti Tiger að meta hvort hann teldi sig nægilega frískan til þess að vera með í liðinu og ef svo væri myndi hann velja hann í lið sitt. Nú er hins vegar ljóst að Tiger verður ekki með í Ryder Cup í næsta mánuði. Tiger lét frá sér fara eftirfarandi yfirlýsingu: „Meðan að ég met það mikils að Tom hafi hugsað til mín sem hugsanlegs vals fyrirliða í liðið, þá verð ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:00

LET Access: Valdís Þóra í 10. sæti í Noregi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Ladies Norwegian Challenge. Eftir fyrri dag mótsins, en mótið var stytt í 2 hringja vegna mikilla rigninga, er Valdís Þóra jöfn 6 öðrum í 10. sæti, en þessar 7 hafa allar leikið á 2 yfir pari, 74 höggum. Valdís Þóra fékk 3 fugla og 5 skolla. Í efsta sæti eftir 1. dag er Emma Nilson frá Svíþjóð á 3 undir pari, 69 höggum – 5 höggum á undan Valdísi Þóru. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ladies Norwegian Challenge SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 06:00

EPD: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Augsburg Classic mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Augsburg Classic mótinu en það er hluti af þýsku mótaröðinni EPD. Mótið fór fram dagana 11.-13. ágúst á golfvelli Golfclub Augsburg í Bobingen-Burgwalden og lauk því í gær. Þórður Rafn lék samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (71 79).  Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari og munaði því aðeins 3 höggum að hann færi í gegn. Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Kannler en hann lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 66 67). Sjá má úrslitin  í Augsburg Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2014 | 22:30

Viðtal við ljóskuna sem reyndi að ná athygli Rory – Myndskeið

Golf 1 greindi frá ljósku sem reyndi að ná athygli Rory á dögunum á Bridgestone Invitational. Sjá frétt Golf 1 með ljóskunni og Rory með því að SMELLA HÉR:  Myndskeiðið hér að ofan hefir fengið áhorf meira en 700.000,- á einum fréttamiðli í Bandríkjunum einum og margfalt fleiri innlit á youtube.com og fleiri miðlum. Ljóskan, sem reyndar heitir Ashley Bongiovanni er nú vinsæl í spjallþáttum í Bandaríkjunum og sagði hún m.a. vera ástæðan fyrir góðu gengi Rory …. a.m.k. að einhverju leyti og svo hló hún. Hér má sjá viðtal við Bongiovanni SMELLIÐ HÉR: