Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 15:35

4 íslenskir keppendur á Brabants Open

Þeir Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK;  Ísak Jasonarson, GK og Ragnar Már Garðarsson GKG, taka þátt í Brabants Open – Dutch Amateur Championship, sem hefst á morgun.

Mótið fer fram the Eindhovensche Golf, Valkenswaard, dagana 15.-17. ágúst 2014.

Sigurvegarinn í mótinu hlýtur m.a. keppnisrétt á KLM Championship, en mótið er hluti af Evróputúrnum.

Fylgjast má með gengi íslensku keppendanna með því að SMELLA HÉR: