Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 06:00

EPD: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Augsburg Classic mótinu

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Augsburg Classic mótinu en það er hluti af þýsku mótaröðinni EPD.

Mótið fór fram dagana 11.-13. ágúst á golfvelli Golfclub Augsburg í Bobingen-Burgwalden og lauk því í gær.

Þórður Rafn lék samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (71 79).  Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari og munaði því aðeins 3 höggum að hann færi í gegn.

Sigurvegari mótsins var Þjóðverjinn Sebastian Kannler en hann lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 66 67).

Sjá má úrslitin  í Augsburg Classic með því að SMELLA HÉR: