Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger …. því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt – Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:30

Tiger ekki með í Ryder Cup

Tiger Woods hefir upplýst the PGA of America og  fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins Tom Watson um að hann gefi ekki kost á sér í Ryder Cup.

Tom Watson var áður búinn að gefa það út að hann eftirléti Tiger að meta hvort hann teldi sig nægilega frískan til þess að vera með í liðinu og ef svo væri myndi hann velja hann í lið sitt.

Nú er hins vegar ljóst að Tiger verður ekki með í Ryder Cup í næsta mánuði.

Tiger lét frá sér fara eftirfarandi yfirlýsingu: „Meðan að ég met það mikils að Tom hafi hugsað til mín sem hugsanlegs vals fyrirliða í liðið, þá verð ég að taka sjálfan mig út úr slíkum vangaveltum,“ sagði Tiger.  „Mér hefir verið tjáð af læknum mínum og þjálfara að bakvöðvar mínir þarfnist meiri endurhæfingar og verði að gróa. Mér hefir verið ráðlagt að hvorki leika né æfa nú.  Ég er verulega vonsvikinn yfir að verða ekki klár fyrir keppnina. Bandaríska liðið og Ryder bikarinn skipa mig of mklu máli til þess að ég verði með þegar ég er ekki fær um að gefa mitt besta.  Ég mun hvetja bandaríska liðið áfram.  Ég tel að við séum með framúrskarandi lið í viðureignirnar.“

„Aðalósk mín er að Tiger verði heilbrigður og keppnisfær og ég vona að hann snúi aftur til leiksins fljótt,“ sagði Watson m.a.. „Auðvitað er ég vonsvikinn að Tiger gefi ekki kost á sér í Ryder Cup liðið og að heilsa hans sé ekki þar sem hann vildi að hún væri. En hvernig sem er, held ég að við getum öll verið sammála um að við þörfnumst Tiger í þessari frábæru íþrótt og hann hefir gert vel í að upplýsa mig svona snemma í valferlinu.  Fókus minn verður á því að velja 3 leikmenn í bandaríska liðið og þá sem ég tel að muni færa okkur bestu möguleikana á árangri í Gleneagles. „