Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 07:00

LET Access: Valdís Þóra í 10. sæti í Noregi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Ladies Norwegian Challenge.

Eftir fyrri dag mótsins, en mótið var stytt í 2 hringja vegna mikilla rigninga, er Valdís Þóra jöfn 6 öðrum í 10. sæti, en þessar 7 hafa allar leikið á 2 yfir pari, 74 höggum.

Valdís Þóra fékk 3 fugla og 5 skolla.

Í efsta sæti eftir 1. dag er Emma Nilson frá Svíþjóð á 3 undir pari, 69 höggum – 5 höggum á undan Valdísi Þóru.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ladies Norwegian Challenge SMELLIÐ HÉR: