Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 12:00

Fyrsta mynd af dóttur GMac og Kristínar

Hinn nýbakaði faðir Graeme McDowell (G-Mac) hefir nú birt fyrstu myndina af sér og dóttur hans nýfæddri á fæðingardeildinni ásamt Kristinu Stapes McDowell, eiginkonu sinni. Meistari Opna bandaríska 2010 setti myndina þar sem hann er að kyssa litlu dóttur sína á Twitter. G-Mac skrifaði með myndinni: „Velkomin í heiminn elsku, fallega dóttir okkar. 7lbs 4oz at 6.04am, August 25th 2014 (þ.e. 3 kg. 288 grömm fæddist kl. 6:04 um nótt 25. ágúst 2014). Það á eftir að velja þér nafn!“ Hinn norður-írski G-Mac frá Portrush hefir átt mörg æsileg móment á golfvellinum en hann sagði að fæðing dóttur sinnar hefði toppað þau öll. GMac bætti síðan við: „Kærar þakkir fyrir allar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 11:00

Nokkrar myndir frá sveitakeppni GSí 2014 hjá unglingum og eldri kylfingum

Sveitakeppni GSÍ 2014 í flokki eldri kylfinga og unglinga fór fram s.l. helgi 22.-24. ágúst s.l. Ekki tekst að birta myndir af öllum sveitum, þar sem myndir liggja t.a.m. oft ekki fyrir um leið og úrslit, sbr. mynd af Íslandsmeisturum í 1. deild eldri karla hér að ofan og er með birtingu á myndinni bætt þar úr. Hér birtast líka nokkrar fallegar  myndir af þáttakendum og sveitum, sem þátt tóku í Sveitakeppni GSÍ 2014: Hinn frábæri spilandi fyrirliði Íslandsmeistara GK í 1. deild eldri kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2014, Anna Snædís Sigmarsdóttir: Sveit eldri kvenna í GKG í Sveitkeppni GSÍ 2014 – Þær urðu í 6. sæti í 1. deild Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 10:00

Malasískur kylfingur fór holu í höggi á par-4 holu í móti!

Malasíski kylfingurinn Mohd Nazri Zain fór holu í höggi á par-4 holu á SapuraKencana National úrtökumótinu nú fyrr í dag  (að okkar tíma). Zain fékk ásinn á 289 yarda (264 metra) 16. holunni á  Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club’ í úrtökumóti en sigurvegarinn mótsins hlaut þátttökurétt á CIMB Classic mótinu. CIMB Classic mótið er hluti af bandaríska PGA Tour mótaröðinni og fer fram  27. október –  2. nóvember 2014 í Kuala Lumpur GC, Malasíu og í verðlaunafé er $7,000,000, þannig að til mikils var að vinna. Zain lauk keppni á  2 yfir pari 73 höggum og í 20. sæti, 15 höggum á eftir sigurvegara mótsins  Danny Chia frá Malasíu. Til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 09:00

Ráð Butch Harmon til Tiger: „Farðu á æfingasvæðið!“

Tiger Woods og Butch Harmon munu ekki starfa saman en miklar vangaveltur hafa verið yfir hvort af nýju  samstarfi þeirra kynni að verða eftir að Tiger sleit samstarfi sínu við sveifluþjálfara sinn Sean Foley. Þetta kemur beint frá Butch en hann sagði við fréttamann Golf Channel, Rex Hoggard, að hann vildi ekki vera þjálfari Tiger á ný og Tiger myndi aldrei biðja hann. Og já, svona í framhjáhlaupi, Tiger þarfnast ekki þjálfara, að mati Butch Harmon. „Nei, ég myndi ekki taka það starf að mér og hann (Tiger) mun ekki hringja og biðja mig um það,“ sagði Harmon, aðspurður hvort hann tæki að sér starf þjálfara Tiger. „Mér finnst hann ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 19:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 15:45

EPD: Þórður Rafn á 1 yfir pari 1. dag í Þýskalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í  Gut Bissenmor Classic meistaramótinu sem er hluti af EPD mótaröðinni. Mótið fer fram í Bad Bramstedt í Þýskalandi og stendur dagana 26.- 28. ágúst 2014. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 1 yfir pari, 72 höggum og er T-35. Nokkrir eiga eftir að ljúka keppni þannig að sætistalan gæti breyst. Þórður Rafn var með tvö fugla og 3 skolla á hringnum. Til þess að sjá stöðuna á Gut Bissenmor Classic mótinu eftir 1. dag   SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2014

Það er Stefanía Daney Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagisns. Stefanía Daney er fædd 26. ágúst 1997 og er því 17 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Hér að neðan má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Daney til hamingju með afmælið Stefanía Daney Guðmundsdóttir · 17 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Hudson, 26. ágúst 1945 (69 ára);  Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (60 ára stórafmæli!!!); James Edgar Rutledge  26. ágúst 1959 (54 ára);  Ben Martin, 26. ágúst 1987 (27 ára) …… og ……. Eiríkur Þór Hauksson · 39 ára Kristján Vigfússon · 49 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 12:00

Hvaða 3 verða val fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu? Donald, Gallacher, GMac, Poulter eða Westwood?

Ef ekkert breytist á Opna ítalska í þessari viku, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum þá verður að telja þá Luke Donald, Stephen Gallacher, Lee Westwood og Ian Poulter líklegast til að berjast um sæti í Ryder Cup liði Evrópu. Graeme McDowell keppir ekki lengur um að komast í liðið. Hann tók sér viku frí til þess að vera með konu sinni Kristin, sem í gær fæddi fyrsta barn þeirra hjóna, stúlku, sem tekin var með keisara. GMac er í 9. sætinu og því síðasta í því að komast sjálfkrafa í liðið og það breytist ekki nema Gallacher verði í topp-2 á Circolo Golf Torino í þessari viku. Donald, Poulter og Westwood Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 10:45

GMac og Kristin eignuðust dóttur

Graeme McDowell (GMac) varð í gær pabbi í fyrsta sinn þegar eiginkona hans Kristín fæddi dóttur þeirra, en ákveðið var að taka barnið með keisara. GMac tvítaði ánægður: „Thanks so much for all the well wishes. Mum and baby girl are happy and healthy. Happiest moment of my life hands down. #daddy #love.“ (Lausleg þýðing: Þakka ykkur svo mikið fyrir allar árnaðaróskirnar. Mamman og stelpukrílið eru ánægðar og friskar. Hamingjusamasta augnablik lífs míns #pabbi#ást.“) GMac sagði í viðtali á Golf Channel: „Kylfuberinn minn er búinn að segja við mig allt árið: „Þú munt ekkert hafa áhuga á að fara til Boston (á Deutsche Bank mótið) þannig að ég ákvað að taka Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 08:45

Sjáið brelluhögg Cheyenne Woods í samanburði við Tiger

Cheyenne Woods, 24 ára,  er bróðurdóttir hins fræga Tiger Woods…. og hún er líkt og frændinn frægi góð í golfi …. og brelluhöggum! Cheyenne var í Wake Forest háskólanum og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, Íslandsmeistara kvenna 2014 í höggleik. Cheyenne hefir nú í ár leikið á Evrópumótaröðin kvenna (LET) og hefir þegar sigrað í 1 móti á þeirri mótaröð þ.e.             9. febrúar á þessu ári í Volvik RACV Ladies Masters í Ástralíu. Cheyenne er hins vegar einnig góð í að halda golfboltanum á lofti og í brelluhöggum. Til þess að sjá tvö myndskeið þar sem annars vegar Cheyenne Woods og hins vegar Tiger Woods Lesa meira