Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 12:00

Hvaða 3 verða val fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu? Donald, Gallacher, GMac, Poulter eða Westwood?

Ef ekkert breytist á Opna ítalska í þessari viku, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum þá verður að telja þá Luke Donald, Stephen Gallacher, Lee Westwood og Ian Poulter líklegast til að berjast um sæti í Ryder Cup liði Evrópu.

Graeme McDowell keppir ekki lengur um að komast í liðið. Hann tók sér viku frí til þess að vera með konu sinni Kristin, sem í gær fæddi fyrsta barn þeirra hjóna, stúlku, sem tekin var með keisara.

GMac er í 9. sætinu og því síðasta í því að komast sjálfkrafa í liðið og það breytist ekki nema Gallacher verði í topp-2 á Circolo Golf Torino í þessari viku.

Donald, Poulter og Westwood eiga hins vegar ekki lengur sjéns á að komast sjálfkrafa í liðið.

GMac finnst hann greinilega hafa gert nóg itl að komast í liðið.

Ef Gallacher skyldi nú verða meðal efstu tveggja í Torínó þá er næsta víst að GMac verði eitt af villtu kortum McGinley og þá berjast Donald, Poulter og Westwood um laus sæti í liðinu. Spurningin hver þeirra komist?

Mörgum finnst að Poulter eigi að fá eilífðarsæti í liðinu eftir kraftaverkaframmistöðu í Medinah.  Þá stendur valið milli Donald og Westwood? Hvorn skyldi McGinley velja.  Svo mikið er víst að sá á kvölina sem á völina….. en þetta skýrist allt saman í næsta mánuði.