Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 12:00

Fyrsta mynd af dóttur GMac og Kristínar

Hinn nýbakaði faðir Graeme McDowell (G-Mac) hefir nú birt fyrstu myndina af sér og dóttur hans nýfæddri á fæðingardeildinni ásamt Kristinu Stapes McDowell, eiginkonu sinni.

Meistari Opna bandaríska 2010 setti myndina þar sem hann er að kyssa litlu dóttur sína á Twitter.

G-Mac skrifaði með myndinni: „Velkomin í heiminn elsku, fallega dóttir okkar. 7lbs 4oz at 6.04am, August 25th 2014 (þ.e. 3 kg. 288 grömm fæddist kl. 6:04 um nótt 25. ágúst 2014). Það á eftir að velja þér nafn!“

Hinn norður-írski G-Mac frá Portrush hefir átt mörg æsileg móment á golfvellinum en hann sagði að fæðing dóttur sinnar hefði toppað þau öll.

GMac bætti síðan við: „Kærar þakkir fyrir allar heillaóskirnar. Mamman og stelpukrílið eru hamingjusamar og frískar. Þetta er hamingjusamasta augnablik ævi minnar.“

Kristin, kona GMac gekkst undir keisara s.l. mánudag. Hún og GMac giftust á Bahamas fyrir tæpu ári síðan  s.l. september og stelpan litla er fyrsta barn þeirra.