Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:00

FedEx Cup 2014: Ryan Palmer efstur – Hápunktar 1. dags

Það er Ryan Palmer sem leiðir eftir 1. dag Deutsche Bank Championship, sem er 2. mótið í FedEx Cup umspilinu og fer fram á TPC Boston, í Norton, Massachusetts. Palmer lék á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum og er í 1. sæti eftir 1. dag. Tveimur höggum á eftir í 2. sæti er Keegan Bradley á 6 undir pari, 65 höggum og þriðja sætinu á 5 undir pari, deila 3 kylfingar: Jason Day, Chesson Hadley og Webb Simpson. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 09:45

FedEx Cup 2014: Rory vill toppsætið aftur

Rory McIlroy sækist eftir toppsætinu á FedEx Cup stigalistanum, en Hunter Mahan leiðir þann lista eftir sigur á 1. móti umspilsins The Barclays. Rory, sem er nr. 1 á heimslistanum, hefir sigrað í 3 stórmótum á árinu 2 risamótum og 1 heimsmóti, en lauk samt keppni á The Barclays 9 höggum á eftir Mahan í 22. sæti. Rory hefir samt ekki í hyggju að láta Mahan njóta toppsætisins lengi.  (Hann (Rory) byrjar þó ekkert sérlega vel er í 26. sæti eftir 1. dag Deutsche Bank  á 1 undir pari 70 höggum). „Ég er spenntur fyrir því tækifæri að komast aftur í 1. sætið og komast til Denver (á 3. mót Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 07:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Fylgist með stöðunni hér!

Sjöunda og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Goðamótið, fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Þátttakendur eru 79, þar af 15 kvenkylfingar. Fyrsti ráshópur fer út núna kl. 7:30 á Jaðrinum. Fylgjast má með stöðu þátttakenda 7. og síðasta móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014 með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 21:15

LET: Trish Johnson efst e. 1. dag Opna skoska

Það er enski kylfingurinn Trish Johson 48 ára, sem er í efsta sæti eftir 1. dag Opna skoska eða Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open. Mótið stendur 29.-31. ágúst 2014. Johnson lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti á 3 undir pari, 69 höggum en franski kylfingurinn Anne-Lise Caudal. Skosku kylfingarnir Carly Booth og Kylie Walker og danski kylfingurinn Nicole Broch Larsen deila 3. sætinu, allar á 2 undir pari, 70 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Otto efstur í hálfleik Opna ítalska – hápunktar 2. dags

Suður-Afríkumaðurinn Hennie Otto lék frábært golf í dag á Circolo golfvellinum í Torino – kom í hús á 62 höggum, sem kom honum í efsta sætið. Forysta Otto er afgerandi en hann leiðir á samtals 15 undir pari 129 höggum (62 69). Í 2. sæti er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, 3 höggum á eftir Otto, á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 3. sæti er síðan Ross Fisher enn öðrum 3 höggum á eftir, á samtals 9 undir pari. Stephen Gallacher, sem þarf að vera í 1. eða 2. sætinu á Opna ítalska til þess að hljóta sjálfkrafa sæti í Ryder Cup liði Evrópu lék ágætlega í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 20:45

FedEx Cup 2014: Deutsche Bank Championship hafið – Keegan Bradley meðal efstu snemma 1. dags

Annað mótið í FedEx Cup umspilinu hófst í kvöld,  á TPC Boston í Norton, Massachusetts, þ.e. Deutsche Bank Championship. Flestar helstu golfstjörnurnar taka þátt í mótinu m.a. Henrik Stenson, Adam Scott, Keegan Bradley, Jordan Spieth, Martin Kaymer, Rory McIlroy, Rickie Fowler, Jimmy Walker o.fl. o.fl. Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer er í forystu, með 7 undir pari, en hann á 5 holur óspilaðar en Keegan Bradley hefir lokið leik og er einn á 6 undir pari og í forystu þeirra sem lokið hafa leik. Margir eiga þó eftir að klára hring sinn og því geta úrslit enn breyst. Til þess að fylgjast með gangi mála á Deutsche Bank SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Kristjánsdóttir – 29. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jónína Kristjánsdóttir.  Jónína er fædd 29. ágúst 1963 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Jónína er lágforgjafarkylfingur í Golfklúbbnum Keili og stendur sig vel á öllum mótum, sem hún tekur þátt í!  Jónína hefir m.a. verið í golffréttum nýlega en hún fór holu í höggi á Svarfhólsvelli 20. júlí s.l. Jónína er gift Magnúsi E. Kristjánssyni og á eina dóttur, Svanhvíti Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jónína Kristjánsdóttir GK (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Albert Þorkelsson, 29. ágúst 1922-12. febrúar 2008 (Hefði orðið 92 ára í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 12:00

FKL: Frábært fyrsta golfmót FKL sem ætlað er að verði að árlegum viðburði fór fram í gær

Vaskur hópur kvenna í lögfræðingastétt hélt 1. golfmót FKL (Félags kvenna í lögmennsku) í gær 28. ágúst 2014, en þessu móti er ætlað að verða að árlegum viðburði. Leikið var í Mýrinni hjá GKG. Veður lék við kylfinga, sem voru ræstir út í þremur hollum og sýndu góða takta!!! Lögmannastofan LOGOS og www.bestabudin.is gáfu glæsilegar teiggjafir og verðlaun. Það er vonandi að fleiri konur í lögmannastétt taki þátt á næsta ári, en mótið var virkilega stórskemmtilegt og er kjörin vettvangur að styrkja tengslin. Sjá má myndir frá frábæru mótinu og þátttakendum með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 11:30

Gísli Sveinbergsson besti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna í karlaflokki

Gísli Sveinbergsson, GK er aldeilis að gera góða hluti. Hann hefir nú með stuttu millibili orðið í 3. sæti í sterkum mótum erlendis; annars vegar Brabants Open í Hollandi og hins vegar á Opna finnska meistaramóti áhugamanna í Finnlandi s.l. helgi. Gísli er sem stendur í 185. sæti á heimslista áhugamanna og fer upp um 53 sæti milli vikna, en hann var í 238. sæti fyrir viku. Þar með er Gísli orðinn besti íslenski kylfingurinn á heimslista áhugamanna í karlaflokki. Haraldur Franklín Magnús er næstbesti íslenski kylfingurinn í karlaflokki, á heimslista áhugamanna eða  í 206. sæti og bætir sig um 4 sæti milli vikna. Sjá má heimslista áhugamanna í karlaflokki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2014 | 11:00

Könnun á vörumerkjum í golfi – Takið þátt!!!

Elítumaðurinn, Guðjón G. Daníelsson, GR er að vinna BS lokaverkefni sitt við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hans lýtur að könnun á vörumerkjum í golfi. Tilgangur og markmið  könnunarinnar er að skoða og leggja mat á ímynd golfvörumerkja (golfkylfur) hjá íslenskum kylfingum. Aðstoðaðu Guðjón við lokaverkefnið og gefðu  þér nokkrar mínútur til að svara þessari könnun með því að  SMELLA HÉR: