Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:00

FedEx Cup 2014: Ryan Palmer efstur – Hápunktar 1. dags

Það er Ryan Palmer sem leiðir eftir 1. dag Deutsche Bank Championship, sem er 2. mótið í FedEx Cup umspilinu og fer fram á TPC Boston, í Norton, Massachusetts.

Palmer lék á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum og er í 1. sæti eftir 1. dag.

Tveimur höggum á eftir í 2. sæti er Keegan Bradley á 6 undir pari, 65 höggum og þriðja sætinu á 5 undir pari, deila 3 kylfingar: Jason Day, Chesson Hadley og Webb Simpson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: