Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 18:00

Ást Rory á sjálfsmyndum gæti komið honum í vandræði

Sigurvegari Opna breska, Rory McIlroy, gæti komið sér í vandræði ef hann tvítar öðru „selfie“ m.ö.o. sjálfsmynd af sér á Ryder Cup. Í Hoylake, á Opna breska, í júlí s.l. tvítaði Rory mynd af sjálfum sér haldandi á Claret Jug til 2 milljóna fylgjenda sinna. Skipuleggjendur Ryder Cup hafa hins vegar lagt blátt bann við að hlaða niður myndum á netið eða gegnum félagsmiðlana meðan á Ryder bikars keppninni í Gleneagles í Skotlandi stendur nú síðar í mánuðnum. Ekki eru leyfilegar hljóðupptökur eða taka myndskeiða meðan á 6 daga Ryder mótinu stendur,  þar sem PGA Tour og evrópska PGA vilja vera örugg um að ímynd þeirra sé ósnorrtin og leikmennirnir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðríður Vilbertsdóttir – 1. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðríður Vilbertsdóttir.  Guðríður er fædd 1. september 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag.  Guðríður er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Guðríður Vilbertsdóttir  (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (77 ára);  Ragnar Ólafsson, GR, landsliðseinvaldur, 1. september 1956 (58 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (62 ára); Alex Prugh, 1. september 1984 (30 ára stórafmæli!!!) ….. og ….. Örnólfur Kristinn Bergþórsson (39 ára) Friðrik K. Jónsson (44 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 11:50

Meistaramótin 2014 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?

Nú er lokið meistaramótum golfklúbbanna á Íslandi 2014.  Því síðasta lauk nú fyrir skemmstu þ.e. 30. ágúst 2014 en það var Golfklúbburinn Lundur sem hélt meistaramót sitt þá. Alls héldu 47 klúbbar af 65 meistaramót og hefir Golf1 verið með umfjöllun um þau ÖLL.  Klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár voru 18.  Alls voru því 72% golfklúbba sem stóð fyrir meistaramótum á Íslandi 2014. Klúbbmeistarar í golfklúbbum á Íslandi 2014 eru eftirfarandi: GJÓ – Mót haldið 25.-27. júní 2014 Rögnvaldur Ólafsson. GÞ – Mót haldið 25.-28. júní 2014  Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir og Svanur Jónsson. GF – Mót haldið 28.-29. júní 2014 Heiður Björg Friðbjörnsdóttir og Eiður Ísak Broddason. GSS – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 11:15

GMac ekki nema 1% með hugann við Ryderinn – Vale Esme á hin 99%in

Vale Esme McDowell? Er þetta nafnið sem á eftir að vera stráð um allar golffréttir framtíðarinnar? Vale Esme litla er dóttir Graeme McDowell, sem komst sjálfkrafa í Ryder bikars lið Evrópu og eiginkonu hans Kristin Stape McDowell, en þau kunngerðu nafnið og tvítuðu meðfylgjandi mynd af Vale Esme. Hún virðist strax vera farin að horfa á Tiger í sjónvarpinu 🙂 Nr. 1 á heimslistanum (Rory McIlroy) vakti nokkra eftirtekt og undrun þegar hann lýsti yfir stuðningi sínum við skoska kylfinginn Stephen Gallacher „Go on Stevie Gallacher,“skrifaði Rory á Twitter.  Næsta öruggt þykir að Gallacher hljóti sæti í Ryder bikars liði Evrópu því Paul McGinley fyrirliði er þekktur fyrir að ráðfæra sig Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 08:45

Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna keppa á HM kvenna í Japan

Áhugamanns heimsmeistaramót kvenna í  í Japan hefst miðvikudaginn 3. september n.k. Leikið er á Karuizawa 72 Golf West golfvellinum og East Oshitate golfvellinum, í Karuizawa, Japan, en þess ber að geta að 18. braut á Oshitate er par-6 braut. Íslenska landsliðið skipa þær Guðrún Brá Björgvinsdótttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðsidóttir, GR. Með stúlkunum í Japan er liðsstjórinn Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson. Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðið okkar við hina löngu 670 metra, par-6 holu í Karuizawa í Japan.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 08:20

Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Arnarmennirnir

Nú er nýlokið Goðamótinu, 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, en leikið var á Jaðarsvelli á Akureyri. 73 kylfingar luku keppni þar af 14 kvenkylfingar. Golf 1 er hér með nýtt hugtak „Arnarmenn“ en það eru þeir á Eimskipsmótaröðinni hafa fengið erni í mótum mótaraðarinnar og leitt að hér er í fyrsta sinn farið að taka saman þá statistík í síðasta mótinu, en á þessu verður e.t.v. framhald, 2015. Í 7. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótinu, á Akureyri fengu 10 kylfingar af 73, erni, en enginn kvenkylfingur var þar á meðal, en svo virðist sem konurnar fái færri erni hlutfallslega en karlar í mótum.  Eftirfarandi 10 fengu 1 eða fleiri erni á Goðamótinu: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 07:00

European Senior Tour: Monty sigraði á Travis Perkins Masters!

Colin Montgomerie (Monty) sigraði með yfirburðum á Travis Perkins Masters mótinu í Woburn Golf Club, en mótið var hluti af öldungamótaröð Evrópu (ens. European Senior Tour). Monty átti 10 högg á næstu keppendur þá André Bossert, Gordon Manson og Tim Thelen, sem deildu 2. sæti. Monty lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 69 67) og vann sér inn € 56,376 í verðlaunafé.  Hér var um titilvörn Monty að ræða en hann sigraði einnig á mótinu í fyrra. Eftir að sigurinn var í höfn var m.a. haft eftir Monty á vefsíðu Evrópumótaraðarinnar: „Ég er ánægður að hafa komið aftur og varið þennan frábæra titil. Þetta lítur eflaust út fyrir að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 06:00

Hvernig líta Ryder bikars liðin út í ár?

Ryder bikars keppnin fer fram á PGA Centenary golfvellinum  í Gleneagles, Skotlandi dagana 23.-28. september 2014. Hvernig eru Ryder bikarslið Evrópu og Bandaríkjanna skipuð í ár? 9 kylfingar í hvoru liði um sig hafa komist sjálfkrafa í liðin, en nú er bara beðið eftir útefningum fyrirliða hvors liðs um sig Paul McGinley og Tom Watson, sem hvor um sig fær að velja 3 kylfinga (á ensku nefnd wildcards). Þeir tilkynna um val sitt á morgun 2. september 2014. Lið Evrópu: Rory McIlroy, Henrik Stenson, Victor Dubuisson, Jamie Donaldson,  Sergio Garcia, Thomas Björn, Justin Rose, Martin Kaymer og Graeme McDowell. Lið Bandaríkjanna: Bubba Watson, Rickie Fowler, Jim Furyk, Jimmy Walker, Phil Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 21:50

PGA: Russell Henley leiðir e. 3. dag Deutsche Bank mótsins

Það er Russell Henley, sem leiðir fyrir lokahring Deutsche Bank Championship, en mótið fer fram á TPC Boston, í Norton, Massachusetts. Henley er búinn að leika á 12 undir pari, 201 höggi (70 66 65); en á 3. hringnum í dag, sem var einkar glæsilegur, fékk hann 7 fugla og 1 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir Henley er Billy Horschel á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 66 67) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar sem allir hafa leikið á samtals 10 undir pari, hver: Rory McIlroy, Chris Kirk og Jason Day.  Webb Simpson, er einn í 6. sæti  á samtals 9 undir pari og Ryan Palmer, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 21:30

LET: Trish Johnson sigraði í Skotlandi

Enski kylfingurinn Trish Johnson sigraði í Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open Presented by Event Scotland mótinu í dag. Johnson sem er 48 ára bar þar með sigurorð af sér stundum meira en helmingi yngri keppinautum!!! Johnson lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 70 73). Í 2. sæti varð franski kylfingurinn Gwladys Nocera, 2 höggum á eftir Johnson og 3. sætinu deildu 3 kylfingar: „heimakonan“ skoska Sally Watson og áströlsku kylfingarnir Stephanie Na og Rebecca Artis, allar á 4 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open Presented by Event Scotland.SMELLIÐ HÉR: